Hugsanleg rafmagnsskömmtun

DalabyggðFréttir

Rafmagnsnotendur í Búðardal, Laxárdal og Suður-Dölum eru beðnir um að fara sparlega með rafmagn svo komast megi hjá skömmtun.     Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og á heimasíðu RARIK.

Jólasveinahittingur

DalabyggðFréttir

Skyrgámur og Bjúgnakrækir boða til jólasveinahittings föstudaginn 13. desember kl. 16-17 í KM.   Nokkrir jólasveinar ætla að koma saman í KM og taka stöðuna á ýmsum atriðum. Til dæmis yfirfara óþekktarlistann, bjóða upp á myndatökur og losa sig við góðgæti.

Jólatónleikar Auðarskóla 2019

DalabyggðFréttir

Jólatónleikar Auðarskóla verða þriðjudaginn 17. desember kl. 17 í Dalabúð. Nemendur koma þar fram og leika af list. Allir eru velkomnir, en tónleikagestir eru beðnir um að taka vel á móti flytjendum og gefa þeim gott næði til að flytja tónlist sína. Margir koma fram og æskilegt að allir tónleikagestir sitji alla tónleikana og njóti þeirrar tónlistar sem þar er flutt.

Heilsugæslustöð – desember 2019

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 16. desember nk.  Tímapantanir eru í síma  432 1450.   Sjúkraþjálfarar frá Netsjúkraþjálfun verða með viðtöl og skoðanir á heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 9. desember nk. Vegna tímabókana og/eða fyrirspurna er best að senda póst á netfangið; netsjukrathjalfun@netsjukrathjalfun.is, en einnig má hafa samband við heilsugæsluna í síma 432 1450.

Dala- og Reykhólaprestakall – aðventan 2019.

DalabyggðFréttir

Dagskrá Dala- og Reykhólaprestakalla á aðventunni 2019.   Jólaball sunnudagaskólans er í Tjarnarlundi sunnudaginn 1. desember kl. 11.   Aðventufagnaður á Fellsenda og kaffi í boði kvenfélagsins Fjólu sunnudaginn 1. desember kl. 14 .   Aðventustund í Reykhólakirkju sunnudaginn 1. desember kl. 20.   Aðventustund í Staðarfellskirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 20. – Frestað –   Aðventustund í Garpsdalskirkju föstudaginn 6. desember kl. 20. …

Kynningarfundur: Uppbyggingasjóður

DalabyggðFréttir

Ráðgjafar á vegur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningarfundi um Uppbyggingasjóðinn. Þar verður hægt er að fá ýmsar upplýsingar um gerð umsókn, styrkhæfni verkefna o.fl.   Kynningarfundur í Dölum  verður í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal þriðjudaginn 3. desember kl. 13-15. Umsóknarfrestur í Uppbyggingasjóð er til miðnættis 12. desember.

Saumastofan í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Leikfélag Hólmavíkur sýnir Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Skúla Gautasonar laugardaginn 1. desember kl. 20 í Dalabúð.   Saumastofan gerist árið 1975 og segir frá degi á saumastofu þar sem starfsfólkið kynnist hvort öðru betur í óvæntri afmælisveislu með tilheyrandi söng, tónlist og tilfinningarússíbana.     The theater club of Hólmavík is setting up the play Saumastofan written by …

Jólatré 2019

DalabyggðFréttir

Jólatré sveitarfélagsins verður eins og fyrri ár staðsett við Auðarskóla. Kveikt verður á ljósunum föstudaginn 29. nóvember og verður dagskráin í ár með örlítið breyttu sniði.   Kl. 17 verður opinn skátafundur í Dalabúð þar sem boðið verður upp á kakó, mandarínur, kökur, söng og skemmtun.  Síðan verður farið út, kveikt á ljósunum, sungið og dansað.   Allir eru velkomnir.

Hugarflugsfundur um framtíð Byggðarsafns

DalabyggðFréttir

Um tíma hefur legið í loftinu að Byggðasafni Dalamanna þurfi að finna nýjan stað undir starfsemi sína.   Undirbúningur er hafinn í tengslum við það ferli og hefur menningarmálanefnd Dalabyggðar ákveðið að efna til opins hugarflugsfundar þar sem íbúar Dalabyggðar fá tækifæri til að koma viðhorfum sínum á framfæri á fyrirkomulagi Byggðasafnsins.   Fundurinn fer fram fimmtudaginn 28. nóvember kl. …

Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað á lögbýlum vikuna 25.-29. nóvember. Nánari tímasetningar á einstaka bæi koma í smáskilaboðum frá söfnunaraðila.   Á heimasíðu Dalabyggðar er að finna upplýsingabækling um söfnun á rúlluplasti til endurvinnslu.   Eftirnæstu söfnun er mikilvægt að net, stórsekkir, svart plast og bönd séu ekki innan um rúlluplastið. Mikilvægt er að halda svörtu rúlluplasti aðskildu, til að hægt verði að taka …