Breytt móttaka endurvinnslu

Kristján IngiFréttir

Frá áramótum hefur Íslenska Gámafélagið tekið alfarið yfir rekstur og umhirðu gámasvæðisins í Búðardal. Staðsetning íláta og skipulag verður með svipuðum sniði og áður, en móttaka og flokkun getur verið með aðeins breyttu sniði. Íbúar og aðrir notendur eru því hvattir til að ráðfæra sig við starfsmann á staðnum fyrir losun.

Stærsta breytingin fellst í móttöku endurvinnsluúrgangs. Í stað margra flokka af plasti og pappír fer þetta allt saman, auk lítilla málmhluta (niðursuðudósir o.fl. smámálmar út eldhúsinu), eins og verður með GRÆNTUNNUNA þegar hún kemur í vor. Á gámasvæðinu verður bylgjupappi með sér lúgu, en fram að vori verður hann pressaður og fluttur suður í sama gám og önnur endurvinnsla.

Kynnið ykkur endilega: Flokkunartafla fyrir græna tunnu

Merkingar við lúgur hafa verið færðar til samræmis við þetta:

Lúgurnar þrjár til hægri taka allar við sama „GRÆNTUNNU“-flokknum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei