Strandir 1918 og Stefán frá Hvítadal

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 11. nóvember verður sögusýningin Strandir 1918 opnuð í Sævangi kl. 15:00. Samhliða verður haldin sögustund þar sem fjallað verður um bókmenntir og menningarlíf á Ströndum 1918. Sérstök áhersla verður lögð á ljóð og æfi Stefáns frá Hvítadal, en nú eru einmitt 100 ár síðan fyrsta ljóðabók hans kom út. Elfar Logi Hannesson frá Kómedíuleikhúsinu mætir á svæðið með nýja …

Um ýmsar trissur aðrar

DalabyggðFréttir

Fjórir höfundar á ferð, lesa úr verkum sínum í fjósinu á Erpsstöðum, laugardaginn 10. nóvember kl 16. Fjósaskáldin frómu eru Auður Ava Ólafsdóttir Ungfrú Ísland, Bergsveinn Birgisson Lifandilífslækur, Bjarni M Bjarnason, Læknishúsið og Sigurbjörg Þrastardóttir Hryggdýr. Höfundarnir munu vera með eintök til sölu og árita ef vel viðrar. Gott að hafa lausan pening meðferðis, eða eitthvað af þessum nýmóðins greiðsluöppum …

Eldri borgarar kaffi

DalabyggðFréttir

Börnin í leikskóladeild Auðarskóla bjóða eldri borgurum til samverustundar ásamt kaffi og með´í mánudaginn 12. nóvember kl. 9.30 – 11:00 .

Tillaga um deiliskipulag í landi Óss á Skógaströnd

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar staðfesti  á fundi sínum þann 18. október 2018 fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar um að auglýsa tillögu á deiliskipulagi frístundarbyggðar í landi Óss á Skógarströnd samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er á jörðinni Ósi á Skógarströnd þar sem skilgreint er svæði fyrir frístundarbyggð (F1) í aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Svæðið er um 39 ha að stærð og …

Íbúafundur um sölu Lauga

DalabyggðFréttir

Íbúafundur um stöðu og framtíð Lauga var haldinn þriðjudagskvöldið 6. nóvember í Dalabúð. Salurinn í Dalabúð var þéttsetinn en á fundinn mættu á annað hundrað manns. Sveitarstjórnarmenn tóku fyrst til máls hver af öðrum. Góð þátttaka var síðan meðal fundagesta í umræðum. Auk sveitarstjórnarfulltrúa tóku 22 til máls til máls af báðum kynjum og á öllum aldri og lögðu fram …

Dalaveitur

DalabyggðFréttir

Ljósleiðaraverkefni Dalaveitna hefur gengið vel í haust og er plægingu strengs lokið þetta árið. Síðustu metrarnir, sem til stóð að plægja 2018, fóru í jörðina í byrjun nóvember í Saurbænum. Verkefnið hefur verið gríðarlega umfangsmikið, en alls er búið að plægja um 230 km af streng haustið 2017 og sumarið 2018. Heilt yfir hefur framkvæmdin gengið vel, en eins og …

Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi verður haldinn íbúafundur í Dalabúð og hefst hann kl. 20. Á dagskrá fundarins er eitt mál, Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta. Sveitarstjórn Dalabyggðar

Fyrsta tillaga að fjárhagsáætlun 2019-2022

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar 1. nóvember var lögð fram fyrsta tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Afgreiðsla sveitarstjórnar var eftirfarandi:  „Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til annarrar umræðu á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember. Á milli umræðna er tillögunni vísað til umræðu í nefndum og byggðarráði. Byggðarráði er falið að gera tillögur að breytingum á áætlun þannig að …