Auðarskóli – frístundaleiðbeinandi

DalabyggðFréttir

Auðarskóli leitar eftir starfsmanni í stöðu frístundaleiðbeinanda við Auðarskóla frá og með 8. október 2018. Um er að ræða 20% stöðu. Umsóknarfrestur er til 12. október 2018. Helstu verkefni eru starf með börnum í frístund. Unnið er samkvæmt starfslýsingu frístundaleiðbeinanda. Hæfniskröfur eru færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð og stundvísi. Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi …

Ljósmyndasamkeppni FSD

DalabyggðFréttir

FSD mun standa fyrir ljósmyndasamkeppni á haustfagnaði helgina 26.-28. október. Þemað í ár er sauðfjárbúskapur. Skila þarf inn myndum fyrir 21. október 2018 á netfangið thorunn.th@hotmail.com. Eftir það verða þær allar birtar á facebooksíðu félagsins.

Samfélagslegar áskoranir Íslands

DalabyggðFréttir

Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Markmið þess er að fá fram fjölbreytt sjónarmið og ábendingar sem geta eflt forgangsröðun fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun hér á landi. Á grundvelli gagna úr samráðinu verða skilgreind þrjú til fimm áherslusvið og …

Héraðsbókasafn – sýning

DalabyggðFréttir

Í tilefni tuttugu ára afmælis Glímufélags Dalamanna er sýning á verðlaunagripum, ljósmyndum og búningum félagsins á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Héraðsbókasafnið er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-18.

Viðvera atvinnuráðgjafa

DalabyggðFréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi verður með viðveru í Dalabyggð þriðjudaginn 2. október kl. 10-12.

Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður. Umsóknir eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í samningi um Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019 og þeim áherslum sem eru í verklags- og úthlutunarreglum sjóðsins. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á …

Dalaveitur

DalabyggðFréttir

Í sumar hafa Dalaveitur ehf, félag í eigu Dalabyggðar, unnið að lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Verkefnið er styrkt af Fjarskiptasjóði í gegnum verkefnið „Ísland ljóstengt“ sem styður við ljósleiðaravæðing dreifbýlis á Íslandi. Að öðru leyti er stofnkostnaður framkvæmdarinnar fjármagnaður af notendum og Dalabyggð. Síðsta haust fékk Dalabyggð hæsta mögulega styrk úr samkeppnispotti fyrir Vesturland til að ljósleiðaravæða allt sveitarfélagið utan …

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna

DalabyggðFréttir

Börn 15-17 ára eiga ekki rétt á húsnæðisbótum. Foreldrar/forsjáraðilar sem greiða húsaleigu vegna 15–17 ára barna sinna á heimavist, á námsgörðum eða í leiguherbergi hjá óskyldum vegna náms hér á landi fjarri lögheimili eiga rétt á húsnæðisstuðningi sé sambærilegt nám ekki í boði í sveitarfélaginu. Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og getur numið allt að 50% …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 165. fundur

DalabyggðFréttir

165. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 13. september 2018 og hefst kl. 16.   Dagskrá Almenn mál 1. Húsnæðisáætlun Lögð fram drög að húsnæðisáætlun. 2. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Umræða um hvort breyta eigi því fyrirkomulagi á embætti skipulags- og byggingarfulltrúa sem er sameiginlegt fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. 3. Íbúaþing 2018 Úr fundargerð Atvinnumálanefndar Dalabyggðar frá 28. …

Sorphirðu frestað

DalabyggðFréttir

Sorphirðu er vera átti í dag, þriðjudaginn 11. september, er frestað til morguns, miðvikudagsins 12. september, vegna endurmenntunar bílstjóra.