Laust starf: Hafnarvarsla í Skarðsstöð

DalabyggðFréttir

Laust til umsóknar er starf við hafnarvörslu í Skarðsstöð.

Vinnutími er breytilegur og starfið því unnið í tímavinnu.

Í starfinu felst að sinna þjónustu og eftirliti við höfnina á Skarðsstöð þ.á m. vigtun á afla. Einnig annast starfsmaðurinn umhirðu með salernum sem eru staðsett við Skarðsstoð og eru opin á sumrin.

Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • Vera eldri en 18 ára.
  • Geta unnið sjálfstætt og skipulega.
  • Eiga auðvelt með mannleg samskipti.
  • Þurfa að sækja námskeið fyrir vigtarmenn sem haldið er í lok maí.

Umsóknir um starfið skulu sendar á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 27. maí næstkomandi. Þangað er einnig hægt að senda fyrirspurnir um þau.

Skoða „Laus störf“

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei