Deiliskipulag iðnaðar- og athafnasvæðis við Iðjubraut í Búðardal – Skipulagslýsing

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 14. maí 2020 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag iðnaðar- og athafnasvæðis við Iðjubraut í Búðardal í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði I3 og nyrsta hluta athafnasvæðisins A1. Svæðið er staðsett  nyrst í byggðinni, austan Vesturbrautar. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl.

Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal og hægt að finna hana hérna neðar á rafrænu formi.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér lýsinguna og gera athugasemd við hana.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal, eða á netfangið skipulag@dalir.is í síðasta lagi þann 10. júní 2020.

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

Deiliskipulag iðnaðar- og athafnasvæðis við Iðjubraut í Búðardal – Skipulagslýsing

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei