Lokað fyrir vatn í Hvömmum

Kristján IngiFréttir

Vegna tengivinnu er áætlað að loka fyrir kalt vatn tímabundið í suðurhluta Búðardals næsta miðvikudagsmorgun,  20. maí. Hefur þetta áhrif á öll íbúðarhús Brekku-, Bakka- og Lækjarhvamms auk húsa 1-9 við Stekkjarhvamm.

Skrúfað verður fyrir um kl. 9:30 og er vonast til þess að þrýstingur verði kominn á um hádegi, gangi allt að óskum.

Fyrirspurnir sendist á kristjan@dalir.is eða í gegnum síma skrifstofu Dalabyggðar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei