Ævintýranámskeið fyrir unga vana knapa

DalabyggðFréttir

Glaður ætlar að bjóða upp á ævintýranámskeið fyrir vön börn dagana 23. – 25. júlí. Um er að ræða þriggja daga námskeið en það er í formi hestaferðar sem verður farin úr Búðardal og endað inn í Haukadal. Þetta verða langir reiðtúrar fyrir vana knapa. 2-3 tímar í reiðtúr með stoppi og heildartími á dag um 3-4 tímar með undirbúningi …

Viðurkenningar á bæjarhátíð

DalabyggðFréttir

Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður byggðaráðs Dalabyggðar veitti viðurkenningar á bæjarhátíð vegna umhverfi og ljósmyndasamkeppni sem haldin var í tilefni bæjarhátíðar. Umhverfisviðurkenningar Umhverfisviðurkenningar eru veittar í þremur flokkum; snyrtilegasta bændabýlið, snyrtilegasta fyrirtækið og snyrtilegasti garðurinn í Búðardal. Dómnefnd var skipuð Fjólu Mikaelsdóttur, Sigurði Bjarna Gilbertssyni og Svanhvíti Lilju Viðarsdóttur. Þau unnu verkefnið mjög samviskusamlega og heimsóttu nokkra staði sem helst komust …

Vindorka í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Efla verkfræðistofa hefur tekið saman skýrslu um stefnumótun og heildarúttekt á vindorku í Dalabyggð að beiðni sveitarfélagsins og í samræmi við samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 20. febrúar 2018 og fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 15. febrúar 2018. Tilgangurinn skýrslunnar er að setja fram og kynna nálgun á því hvernig vindorkuverkefni eru unnin frá upphafi til enda. Farið er yfir hvernig svæði eru …

Sögurölt: Tröllaskoðunarferð á Ströndum

DalabyggðFréttir

Söguröltið á Ströndum og í Dölum heldur áfram og þriðjudaginn 17. júlí kl. 19:30 verður farið í tröllaskoðunarferð í Kollafirði á Ströndum.   Lagt er af stað frá veginum, stoppað er innan við túnið á Kollafjarðarnesi. Þaðan verður gengið eftir gömlum vegslóða niður í Drangavík og heilsað upp á tröllin sem þar urðu að steini laust eftir landnám. Sagðar verða …

Umsóknir um starf sveitarstjóra

DalabyggðFréttir

Þrettán umsóknir bárust um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar. Starfið var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 9. júlí. Átta karlar og fimm konur sækjast eftir starfinu. Farið hefur verið yfir umsóknirnar og ákveðið hvaða umsækjendur verða kallaðir í viðtöl. Hagvangur annast ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn. Eftirtaldir sóttu um stöðuna í stafrófsröð Ernir Kárason, verkefnisstjóri Gunnólfur Lárusson, rekstrar- og verkefnisstjóri …

Heim í Búðardal

DalabyggðFréttir

Bæjarhátíð verður haldin í Búðardal 13. – 15. júlí. Dagskráin er birt hér með fyrirvara um breytingar. Föstudagurinn 13. júlí Kl. 17–19. Metamót UDN í tilefni aldarafmælis á íþróttavellinum í Búðardal Kl. 18–20. Kjötsúpurölt um Búðardal í Bakkahvammi 4, Brekkuhvammi 8 og Lækjarhvammi 4 Kl. 21–23. Opið hús í Sæfrosti Laugardagurinn 14. júlí Miðbraut verður lokuð frá Gunnarsbraut að stjórnsýsluhúsi. …

Setjum Dalina í hátíðarbúning

DalabyggðFréttir

Skreytingar á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal verða eins og verið hefur. Rauður og blár norðan megin í Búðardal og í öllu sveitarfélaginu þar í framhaldið og grænn og appelsínugulur í suðurhluta Búðardals og Suðurdölum. Nú er um að gera að finna upp á einhverju sniðugu og skemmtilegu, sem lífgar upp á Dalina í tilefni hátíðahaldanna.

Blómmóðir besta

DalabyggðFréttir

Helga Kress, prófessor emeritus við Háskóla Íslands flytur erindið „Blómmóðir besta“ á Nýp á Skarðsströnd laugardaginn 14. júlí kl. 15. Konan í lífi og ljóði Jóns Thoroddsen: Kristín Ólína Thoroddsen, fædd Sívertsen (1833-1879); saga sögð í bréfum, að Jóni gengnum.   Í erindi sínu tengir Helga kvenlýsingar í ljóðum og sögum Jóns Thoroddsen við konurnar í lífi hans. Helga hefur …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 163. fundur

DalabyggðFréttir

163. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 12. júlí 2018 og hefst kl. 16:00.   Dagskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. Sala eigna – Laugar í Sælingsdal 2. Fyrirspurn um leigulóð 3. Stofngjald ljósleiðara að Breiðabólsstað í Sökkólsdal 4. Íbúakosning, undirskriftalisti, kosningar 5. Ráðning sveitarstjóra 6. Hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum 7. Íbúaþing 2018 8. Skógræktaráform í Ólafsdal 137878 9. …

Sögurölt í Kumbaravog

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 11. júlí kl. 19 verður þriðja sögurölt Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum í sumar. Upphafsstaður er við Klofning. Farið verður upp á Klofning að hringsjá sem þar er og notið útsýnisins. Spjallað verður m.a. um búsetu, strauma, siglingaleiðir og annað er kemur upp í hugann varðandi eyjarnar fyrir mynni Hvammsfjarðar. Þá verður rölt niður í Kumbaravog í landi …