Sofnum ekki á verðinum

DalabyggðFréttir

Nú þegar sólin er að kíkja meira á okkur og farið að vora er skiljanlegt að íbúum sé farið að hlakka til meiri útiveru og samverustunda með ættingjum og vinum.

Þó að jákvæðar fréttir berist af þróun mála hjá okkur er mikilvægt að við höldum fókus og sofnum ekki á verðinum. M.a. hafa borist fréttir af hópamyndum unglinga í sumum byggðarlögum.

Viljum við hvetja ykkur til að halda áfram að fara eftir fyrirmælum landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarna. Það er ekki fyrr en 4.maí n.k. sem tilslakanir taka gildi. Þangað til þarf áfram að sinna tilmælum um samkomubann og 2 metra fjarlægð á milli manna.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei