Alþingiskosningar 2017

DalabyggðFréttir

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt hefur verið á vef Stjórnartíðinda. Kjörskrá Viðmiðunardagur kjörskrár er 5 vikum fyrir kjördag, það er laugardagurinn 23. september. Mikilvægt er því að allar þær breytingar sem þarf að gera á skráningu lögheimilis verði gerðar fyrir lok föstudagsins 22. september. Þær …

Hittingur í Rauðakrosshúsinu

DalabyggðFréttir

Næsti hittingur kvenna verður miðvikudaginn 20. september í húsi Rauða krossins klukkan 20. Hugmyndin er að konur hittist, kjafti og kynnist. Þessi hittingur er ætlaður öllum konum, 18 ára og eldri. Börn og karlar eru ekki leyfð, nema undanþága er gefin fyrir börn upp að tveggja ára ef þarf. Kaffi verður í boði en endilega takið með ykkur nasl ef …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 151. fundur

DalabyggðFréttir

151. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 19. september 2017 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila 2. Reglur um skólakstur 2017 4. Haustþing SSV 2017 5. Skólaakstur 2017-2019 6. Breytt rekstrarform rammasamningakerfisins 7. Sturla á Staðarhóli 8. Vilja- og samstarfsyfirlýsing 9. Aðgerðaáætlun vegna íbúaþróunar 10. Íþróttamannvirki í Búðardal 11. Héraðsbókasafn 12. Umsókn um …

Trjágróður við lóðamörk

DalabyggðFréttir

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Húseigendur skulu gæta þess að gróður haldist innan lóðarmarka og valdi ekki truflun á umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Sérstaklega þurfa þeir sem búa á hornlóðum að gæta að því að gróður byrgi ekki sýn þeirra sem um gatnamótin fara. Sveitarfélagið skorar á garðeigendur að …

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV veturinn 2017-2018

DalabyggðFréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður til viðtals fyrsta þriðjudag í mánuði í Dölunum kl. 13-15. Það er þriðjudagana 3. október, 7. nóvember, 5. desember, 2. janúar, 6. febrúar, 6. mars, 3. apríl og miðvikudaginn 2. maí. Auk þess má alltaf panta heimsókn frá atvinnuráðgjafa utan auglýsts viðverutíma í símum 433 2310 Skrifstofa SSV og 892 3208 Ólafur Sveinsson. Samtök sveitarfélaga …

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur staðfest Reglur um stuðning í húsnæðismálum. Þetta er gert í samræmi við breytingar sem voru gerðar á 45. grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, en þær gera sveitarfélögum skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning í stað sérstakra húsaleigubóta. Í reglunum er einnig kveðið á um sérstakan stuðning vegna 15 – 17 ára leigjenda á heimavistum, námsgörðum eða …

Uppskeruhátíð UDN

DalabyggðFréttir

Uppskeruhátíð UDN verður miðvikudaginn 30. ágúst kl. 18 í Reykhólaskóla. Verðlaun verða veitt fyrir – besti árangur pilta í frjálsum íþróttum 2017 – besti árangur stúlkna í frjálsum íþróttum 2017 – mestu framfarir í frjálsum íþróttum 2017 – hvatningarverðlaun UDN 2017 – frjálsar íþróttir – hvatningarverðlaun UDN 2017 – knattspyrna – hvatningarverðlaun UDN 2017 – hestar

Seinkun skólabíla á miðvikudögum

DalabyggðFréttir

Samþykkt hefur verið í fræðslunefnd að seinka skólabílum einn dag í viku, á miðvikudögum til kl. 16:30. Byrjar það fyrirkomulag 6. september og verður til 29. nóvember. Markmiðið með þessu er að bæta aðgengi barna, sem fara með skólabílum til og frá skóla, að íþróttum og tómstundum. Meðal þess sem verður í boði fyrir börnin er fræðsla á vegum slysavarnadeildar …

Dalakonur

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn næsta, þann 24. ágúst, klukkan 20, í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar, verður fyrsta kvöldið þar sem hugmyndin er að konur hittist, kjafti og kynnist. Þessi hittingur er ætlaður öllum konum, 18 ára og eldri, og börn og karlar eru ekki leyfð, nema undanþága er gefin fyrir börn upp að tveggja ára ef þarf. Af hverju? Þessi kvöld eru hugsuð sem vettvangur …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 150. fundur

DalabyggðFréttir

150. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. ágúst 2017 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Vilja- og samstarfsyfirlýsing 2. Kosning formanns og varaformanns byggðarráð til eins árs 3. Íþróttamannvirki í Búðardal 4. Grasbýli í landi Fjósa 5. Breytt rekstrarform rammasamningakerfisins 6. Afurðaverðslækkun sauðfjárafurða – áhrif á Dalabyggð 7. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 8. Ný …