Ólafsdalur – sumaropnun 2019

DalabyggðFréttir

Opið verður í Ólafsdal er frá 22. júní til 18. ágúst í sumar. Opnunartímar eru kl. 12-17.

Sýning um skólann í Ólafsdal er á fyrstu hæð og sýning um konurnar í Ólafsdal á annarri hæð, auk myndbandssýningar.

 

Kaffi, rjómavöfflur og Erpsstaðaís til sölu á staðnum og ókeypis svaladrykkir fyrir börnin. Þá er til sölu lífrænt ræktað grænmeti til sölu úr eigin garði.

 

Aðgangseyrir er 800 kr fyrir 16 ára og eldri. Frítt er fyrir börn að 16 ára aldri og félaga í Ólafsdalsfélaginu.

 

Árleg Ólafsdalshátíð verður síðan laugardaginn 17. ágúst.

 

Í vor héldu forleifafræðingar á vegum Fornleifastofnunar Íslands, undir stjórn Birnu Lárusdóttur og Howell M. Roberts, áfram vinnu að uppgreftri á víkingaaldarskálanum í Ólafsdal. Þegar hefur fundist þar nokkuð af munum en áætlað að rannsóknirnar muni taka minnst þrjú sumur.

Síðasta haust endurreisti Minjavernd mjólkurhúsið í Ólafsdal sem mun í framtíðinni verða baðhús. Þá eru komnar þrjár göngubrýr yfir Ólafsdalsá og Hvarfsdalsá til að auðvelda göngufólki för um dalinn og gönguleiðir í nágrenni hans. Í sumar og haust verður síðan farið í að endurreisa fjósið og loka því fyrir veturinn.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei