Tónleikar: GÓSS

DalabyggðFréttir

Hljómsveitin GÓSS heldur tónleika að Laugum í Sælingsdal (Hótel Edda), miðvikudagskvöldið 24. júlí kl. 20:30.

Hljómsveitina skipa Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar. Nýverið sendi sveitin frá sína fyrstu plötu, Góssentíð.

 

Tónleikadagskráin verður samansett úr ýmsum lögum frá ferli meðlima sveitarinnar en einnig mikið af þeirra uppáhaldslögum, með hljómsveitum og tónlistarfólki á borð við Leonard Cohen, Stjórninni og Bubba, svo fátt eitt sé nefnt.

 

Forsala miða: tix.is/goss

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei