Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 30. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í Landssambandi hestamannafélaga (LH). Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Glaðs.
Deiliskipulagstillaga að Laugum í Sælingsdal
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Lauga í Sælingsdal skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt náttúrufar og landslag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur til húshitunar og auk þess til ánægju og heilsuræktar. Nýleg sundlaug er …
1. maí samkoma
1. maí samkoma verður í Búðardal í boði SDS og Stéttarfélags Vesturlands í Dalabúð kl. 14:30 Kynnir: Kristín G. Ólafsdóttir SDS Ræðumaður: Garðar Hilmarsson formaður St. Reykjavíkur Skemmtiatriði: Trúbadorarnir; Halldór Ólafsson (Lolli) og Valgeir Guðjónsson Stuðmaður með meiru. Kaffiveitingar Starfsmannafélaga Dala- og Snæfellsnessýslu Stéttarfélag Vesturlands
Gjöf til Dalabyggðar
Dalabyggð hefur borist gjöf frá fjölskyldu Skúla Hlíðkvist Jóhannssonar en þar er um að ræða 40 ljósmyndir af gömlu byggðinni undir Fjósabökkum í Búðardal. Sveitarstjórn færir fjölskyldu Skúla bestu þakkir fyrir gjöfina.
Héraðsbókasafn
Af óviðráðanlegum ástæðum verður Héraðsbókasafnið lokað í dag, þriðjudaginn 26. apríl. Næsti opnunardagur er fimmtudaginn 28. apríl.
Kvennabrekkusókn
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn að Fellsenda 1 kl. 21 föstudaginn 29. apríl. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir eru velkomnir.
Skrifstofa Dalabyggðar lokuð
Af óviðráðanlegum ástæðum er skrifstofa Dalabyggðar er lokuð frá kl. 12 í dag, mánudaginn 25. apríl.
Samkaup – atvinna
Samkaup í Búðardal óskar eftir að ráða fólk á almennar vaktir, uppvask og þrif, áfyllingar, grillvaktir, vaktstjórn og í afleysingar í sumar frá 1. júní til 31. ágúst. Upplýsingar gefur Ingvar í síma 861 5462.
Svæðisskipulag – súpufundur í Tjarnarlundi
Kæru íbúar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar. Nefnd um gerð svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin þarf á aðstoð ykkar að halda. Nefndin hefur það hlutverk að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í ykkar reynslu og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Þess vegna boðar nefndin til opins súpufundar í Tjarnarlundi í Saurbæ, þriðjudaginn 26. …
Manntöl og manntalsvefur
Laugardaginn 23. apríl mun Benedikt Jónsson flytja erindi um manntöl og manntalsvefinn á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Benedikt Jónsson er ættaður frá Hömrum í Haukadal, var kennari við Laugaskóla og starfar núna á Þjóðskjalasafni Íslands. Sögustundin hefst kl. 15. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna og kaffi á könnunni. Frítt er fyrir börn yngri en 18 ára.