Norræni skjaladagurinn

DalabyggðFréttir

Héraðsskjalasafn Dalasýslu tekur þátt í norræna skjaladeginum að vanda. Boðið verður upp á kaffi og spjall um matvæli, vinnslu matvæla og ekki síst matarvenjur Dalamanna á Byggðasafni Dalamanna kl. 15 laugardaginn 12. nóvember.
Norræni skjaladagurinn hefur verið árviss viðburður frá 2001. Þá kynna skjalasöfn á Norðurlöndum starfsemi sína og heimildir í fórum sínum.
Ávallt er tekið fyrir eitt viðfangsefni og að þessu sinni ber það yfirskriftina „Til hnífs og skeiðar“. Matvælaöflun, verkun, úrvinnsla, umsýsla og neysla matvæla fellur undir þessa víðu yfirskrift og á sama hátt er skortur á mat jafngilt umfjöllunarefni og ofgnótt hans.
Efni tengt viðfangsefni dagsins er kynnt á sameiginlegri heimasíðu héraðsskjalasafna og Þjóðskjalasafns Íslands. Nálgun safnanna er fjölbreytt. Fjallað er um félög sem stofnuð voru til þess að bæta nýtingu matvæla, matreiðslubækur, húsmæðraskóla og heimilisbókhald fyrr á tímum svo nokkuð sé nefnt.
Framlag Héraðsskjalasafns Dalasýslu er unnið upp úr búreikningum sr. Guðmundar Einarssonar á Kvennabrekku og Breiðabólstað.
Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Norræni safnadagurinn 2016

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei