Jólamarkaður Lions

DalabyggðFréttir

Árleg sala Lionsfélaga á ýmsum jólavarningi er hafin með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarna áratugi.
Félagar í Lionsklúbbi Búðardals verða á ferðinni um sveitirnar frá sunnudeginum 13. nóvember til og með miðvikudagsins 30. nóvember. Posi verður með í för.
Jólamarkaður verður svo haldinn í Leifsbúð föstudaginn 25. nóvember og laugardaginn 26. nóvember frá kl. 14 til 18 báða dagana.
Ennþá fást „gömlu góðu perurnar“, jólapappírinn, kortin, dagatölin, kertin í aðventukransinn og margt fleira.
Sá ágóði sem verður af sölunni fer í góð málefni bæði hér í héraði og eins á landsvísu.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei