Flokksstjóri vinnuskóla

DalabyggðFréttir

Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef og skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 31. mars.

Þæfingarnámskeið á Sauðfjársetrinu

DalabyggðFréttir

Þæfingarnámskeið verður haldið á Sauðfjársetrinu á Ströndum, laugardaginn 28. mars. Leiðbeinandi verður Margrét Steingrímsdóttir. Námskeiðið er 4 klst. (frá kl. 11-15) bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kostnaður er 14.000 kr og er allt efni innifalið. Skráning er hjá Ester í síma 693 3474.

Íbúafundur um ljósleiðaramál

DalabyggðFréttir

Íbúafundur um ljósleiðaramál var haldinn í Dalabúð 17. mars. Fulltrúar Dalabyggðar áttu fund með Alþingismönnum Vesturlands um málið þ.á.m. Haraldi Benediktssyni formanni starfshóps um fjarskiptamál og að á fundi sveitarstjórnar 17. febrúar s.l. hefði verið samþykkt að boða til íbúafundar um málefnið. Á fundinum voru með framsögu Jóhannes Haukur Hauksson oddviti Dalabyggðar, Haraldur Benediktsson alþingismaður, Guðmundur Halldórsson á Vogi, Bryndís …

Þjóðarátak um söfnun skjala kvenna

DalabyggðFréttir

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna efna héraðsskjalasöfn, Þjóðskjalasafn og Landsbókasafn – Háskólabókasafn til þjóðarátaks um söfnun og varðveislu á skjölum kvenna. Eru landsmenn hvattir til að afhenda þau á skjalasöfn til varðveislu. Skjöl kvenna hafa almennt skilað sér verr inn á söfnin en skjöl karla, en eru ekki síður mikilvæg til að varpa ljósi á sögu og líf …

Jörfagleði 2015

DalabyggðFréttir

Hafinn er undirbúningur að Jörfagleði 2015, en hátíðin mun fara fram dagana 23. – 26. apríl n.k. Staðarhaldarar í Leifsbúð hafa tekið að sér að halda utanum dagskrána. Dalamenn eru hvattir til að taka virkan þátt í hátíðinni. Tekið er við hugmyndum og góðum ráðum á netfanginu leifsbud@dalir.is eða í síma 845 2477 (Vala)

Þrígangur og hestadagar

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 21. mars kl. 13 verður keppt í í þrígangi í Nesoddahöllinni. Í tilefni hestadaga verður síðan dagskrá fyrir ekki hestamenn sem hestamenn og börn sem fullorðna á hesthúsasvæðinu að lokinni keppni (um 15-16). Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, karlaflokki og kvennaflokki. Nánari upplýsingar um skráningu og fyrirkomulag er að finna á heimasíðu Glaðs. Hestamannafélagið Glaður

Lauga-Magnús

DalabyggðFréttir

Síðasta sögustundin á Byggðasafni Dalamanna í þessari lotu verður sunnudaginn 22. mars kl. 15. Að þessu sinni verður fjallað um heimamanninn Lauga-Magnús. Magnús Jónsson (1763-1840) var fæddur í Miðfirði og fylgdi einstæðri móður sinni víða um Húnavatnssýslu. Í kjölfar móðuharðindana kemur Magnús í Dalina, var vermaður undir Jökli og stundaði smíðar. Vinnumaður á Svalbarða og Fremra-Skógskoti í Miðdölum. Bóndi á …

Sumarafleysingar í Lyfju

DalabyggðFréttir

Lyfja Búðardal óskar eftir starfsmanni í afleysingar í sumar og tilfallandi afleysingar í framhaldi af því ef kostur er. Vinnutíminn er 10 -17 á þriðjudögum og föstudögum og 13-17 aðra virka daga. Nánari upplýsingar gefur Smári, lyfsali Lyfju Borgarnesi í síma 437 1168 (smari@lyfja.is) og Inga umsjónarmaður útibús í síma 434 1158 Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2015 Sækja má …

Laus störf á Hótel Eddu Laugum

DalabyggðFréttir

Hótel Edda Laugum óskar eftir að ráða kraftmikið og duglegt starfsfólk til almennra hótelstarfa nú í sumar. Leitum að starfsfólki sem býr yfir góðri samskiptahæfni, jákvæðu viðmóti og frumkvæði. Starfsreynsla æskileg. Í boði eru fjölbreytt störf s.s í gestamóttöku, í veitingasal, þrif á herbergjum, í þvottahúsi og í eldhúsi. Hægt er að senda inn umsóknir á rafrænu formi á heimasíðu …

Sveitarstjórnarfundur 123. fundur

DalabyggðFréttir

123. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. mars 2015 og hefst kl. 15:30. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2014 2. Ferðamenn í Dalabyggð 2004-2014 3. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – Aðalfundarboð SSV og tengdra félaga 4. Boðun XXIX. landsþings sambandsins Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. Frumvarp til laga – farþegaflutningar á landi í …