Íslenskunámskeið fyrir útlendinga í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Að frumkvæði MS í Búðardal, í samstarfi við Auðarskóla, verður boðið upp á íslenskunámskeið fyrir útlendinga í Dalabyggð.
Byrjað verður með tíu skipti, ein klukkustund í senn. Kennt verður í Auðarskóla.
Kennari verður Hjördís Kvaran Einarsdóttir, kennari í Auðarskóla og íslenskufræðingur.
Kostnaður á hvern þátttakenda eru 15.000 kr.
Áætlað er að hefja kennslu í nóvember 2016.
Nánari útfærsla á tímasetningu og byrjun námskeiðs ræðst af þátttökufjölda.
Áhugasamir hafið samband við Hjördísi Kvaran í gegnum netfangið hjordis@audarskoli.is fyrir 7. nóvember 2016.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei