Uppbyggingasjóður Vesturlands veitir styrki í eftirfarandi verkefni. 1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2) Verkefnastyrkir á sviði menningar 3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála Styrkjum til menningarmála er úthlutað einu sinni á ári (liðir 2 og 3). Upplýsingar veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433-2312 eða 892-5290. Nnetfang: menning@vesturland.is. Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar (liður 1) er úthlutað tvisvar á ári, núna …
Allir lesa
Eftir fyrstu vikuna í landsleiknum Allir lesa hafa keppnislið skráð heilar 9.255 klukkustundir af lestri, eða sem samsvarar 385 sólarhringum. Athyglisverð tölfræði hefur tekið að myndast og ljóst að metsölubækur síðustu jóla eru einnig þær mest lesnu. Á toppnum situr barnabókin Mamma klikk eftir Gunnar Helgason en fast á hæla hennar fylgja drottning og konungur glæpasagnanna, þau Yrsa og Arnaldur, …
Lagning ljósleiðara
Dalabyggð áformar að standa fyrir lagningu ljósleiðarnets innan sveitarfélagsins. Um er að ræða jarðstrengi sem eftir atvikum verða lagðir í pípur eða plægðir beint í jörð, að mestu meðfram vegum og heimreiðum. Einnig þarf að setja upp tengiskápa, tengibrunna og hliðstæðan búnað til samtenginga jarðstrengjanna. Ein af forsendum fyrir þessu verki er að fyrir liggi samþykki landeigenda fyrir lagningu jarðstrengjanna …
Nýr skólastjóri Auðarskóla
Sveitarstjórn hefur samþykkt að ráða Hlöðver Inga Gunnarsson skólastjóra Auðarskóla og kemur hann til starfa að loknu þessu skólaári. Hlöðver Ingi hefur verið deildarstjóri Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar frá 2012 og er í vetur settur skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.
Rúlluplast vikuna 25.-30. janúar
Byrjað verður á að safna rúlluplasti í Dalabyggð mánudaginn 25. janúar og fram haldið eftir vikunni þar til því verki verður lokið. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Mikilvægt er að baggabönd og net séu sett sér í glæra plastpoka og vel aðgreinanleg frá rúlluplasti. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. …
Samtakamátturinn virkjaður!
Sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa ákveðið að taka höndum saman um að stuðla að eflingu atvinnulífs og þar með byggðar á svæði sínu. Sveitarfélögin hafa haft með sér samstarf af margvíslegum toga. Samgöngubætur um Arnkötludal hafa styrkt svæðið betur sem heild og skapað tækifæri til enn frekari samvinnu sem skilað gæti byggðunum meiri árangri en ella. Sveitarfélögin standa jafnframt …
Félagsleg liðveisla
Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Dalabyggð. Við leitum að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn/unglinga. Við leitum að hressum einstaklingi, 18 ára eða eldri. Sveigjanlegur vinnutími en um er að ræða 12-16 tíma á mánuði. Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega …
Allir lesa í Dalabyggð
Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti en Dalabyggð stóð sig vel og hafnaði í 14. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar en …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 132. fundur
132. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 19. janúar 2016 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Leifsbúð – þjónustusamningur 2016 2. UDN – Viðaukasamningar 3. Krossholt, urðunarstaður – Samningur um eftirlit Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Brunavarnaáætlun – bréf Mannvirkjastofnunar Fundargerðir til staðfestingar 5. Fundargerð 37. fundar félagsmálanefndar 6. Byggðarráð Dalabyggðar – 167 7. …
Skólastjóri Auðarskóla – umsækjendur
Fimm umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Auðarskóla sem auglýst var um miðjan desember. Umsóknarfrestur var til 5. janúar 2016. Umsækjendur eru eftirfarandi í stafrófsröð: Haraldur Reynisson, Hlöðver Ingi Gunnarsson, Jón Einar Haraldsson, Valgeir Jens Guðmundsson og Þorkell Cýrusson. Hagvangur mun taka forviðtöl við umsækjendur í kring um næstu helgi. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 12. janúar að sveitarstjóri og fulltrúi …