Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi tengir saman þá sem vinna að miðlun og öflun þekkingar fullorðinna á svæðinu og stendur fyrir ýmsu námsframboði í fullorðinsfræðslu, auk náms- og starfsráðgjafar og ráðgjafar og greiningar á fræðsluþörf innan fyrirtækja.
Hægt er að kynna sér framboð þeirra í námskeiðum og námsleiðum á heimasíðu þeirra.
Í boði eru meðal annars námskeið í steinhöggi, lyftaranámskeið, íslenska fyrir fólk af erlendum uppruna, leiklistarnámskeið, Guðrún frá Lundi, sjálfsvarnarnámskeið og margt fleira.

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei