Vinnuskólinn

DalabyggðFréttir

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til 31. júlí fyrir unglinga fædda árin 1999 – 2002. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu og skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með föstudagsins 29. maí 2015.

Bæjarhreinsun skáta

DalabyggðFréttir

Bæjarhreinsun skátafélagsins Stíganda er í dag, mánudaginn 18. maí, kl. 15:10 – 17. Íbúum er boðið með, því margar hendur vinna létt verk. Mæting er við Dalabúð og boðið verður upp á veitingar að bæjarhreinsun lokinni. Þetta er skemmtileg og þörf vinna. Verið endilega í vinnufötum, og góðum skóm að ganga í. Skátar hvetja íbúa til að hreinsa garða og …

125. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

125. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 19. maí 2015 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Samstarf og/eða sameining sveitarfélaga 2. Sýslumerki og söngur 3. Þjóðlendukrafa – Svæði 9 Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Laugaland – Umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis Fundargerðir til staðfestingar 5. Byggðarráð Dalabyggðar – 158 5.1. Tjaldsvæði í Búðardal – …

Silfurtún – ný símanúmer

DalabyggðFréttir

Nýtt símkerfi hefur verið tekið í notkun á Silfurtúni og samhliða urðu breytingar á símanúmerum. Ný símanúmer á Silfurtúni eru Skrifstofa 430 4771 Starfsmannarými 430 4772 Eldhús 430 4773

Auðarskóli – ný símanúmer

DalabyggðFréttir

Nýtt símkerfi hefur verið tekið í notkun í Auðarskóla og samhliða breytingar á símanúmerum í grunnskóla- og tónlistardeildum. Ný símanúmer eru Auðarskóli 430 4757 Skólastjóri 430 4753 Deildarstjóri 430 4754 Sérkennsla 430 4755 Tónlistarskóli 430 4756

Sýsluskrifstofan lokuð

DalabyggðFréttir

Skrifstofur Sýslumannsins á Vesturlandi verða lokaðar þriðjudaginn 12. maí 2015. Vegna starfsdags starfsmanna Sýslumannsins á Vesturlandi verða allar skrifstofur embættisins lokaðar þriðjudaginn 12. maí 2015. Sýslumaðurinn á VesturlandiÓlafur Kristófer Ólafsson

Fundur um atvinnumál

DalabyggðFréttir

Byggðaráð Dalabyggðar og Dalakot boða til súpufundar um atvinnumál í Dalabyggð. Fundurinn verður í Dalakoti miðvikudaginn 6. maí kl. 18 og er gert ráð fyrir að hann standi í um 2 klst. Á fundinum verða stuttar framsögur forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana í héraðinu og umræður. Súpa verður í boði Dalakots. Byggðaráð og Dalakot

Sameining – Samstarf

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sammæltust um það eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 að hittast á sameiginlegum fundi til að ræða sameiginleg málefni, frekara samstarf og sameiningarmál þessara sveitarfélaga. Sá fundur var haldinn 31. mars 2015 í Tjarnarlundi. Fulltrúum frá Árneshreppi og Kaldrananeshreppi var einnig boðið að taka þátt í samtalinu. Til fundar mættu 19 fulltrúar, þó enginn frá Árneshreppi vegna ófærðar. …

Fyrsta maí samkoma

DalabyggðFréttir

Fyrsta maí verða SDS og Stéttarfélags Vesturlands með samkomu í Dalabúð kl. 14:30. Kynnir er Kristín G. Ólafsdóttir SDS, ræðumaður Geirlaug Jóhannsdóttir ASÍ og um skemmtiatriði sjá Guðrún Gunnarsdóttir og Jogvan. Félagsmenn SDS og Stéttarfélags Vesturlands eru hvattir til að mæta og sýna með því samstöðu á degi verkalýðsins. Félagsmönnum og gestum þeirra er boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni.

Sýnikennsla og hestaíþróttamót Glaðs

DalabyggðFréttir

Sýnikennsla og reiðnámskeið með Randi Holaker sem var frestað verður 1. maí. Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 2. maí og hefst keppni stundvíslega klukkan 10. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum í LH. Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og opnum flokki Keppnisgreinar eru fjórgangur, fimmgangur, tölt, 100 m skeiði, auk frjálsrar aðferðar í …