Lagning ljósleiðara

DalabyggðFréttir

Dalabyggð áformar að standa fyrir lagningu ljósleiðarnets innan sveitarfélagsins. Um er að ræða jarðstrengi sem eftir atvikum verða lagðir í pípur eða plægðir beint í jörð, að mestu meðfram vegum og heimreiðum. Einnig þarf að setja upp tengiskápa, tengibrunna og hliðstæðan búnað til samtenginga jarðstrengjanna.
Ein af forsendum fyrir þessu verki er að fyrir liggi samþykki landeigenda fyrir lagningu jarðstrengjanna um lönd þeirra og jarðir, svo og uppsetningu tengiskápa, tengibrunna og annar nauðsynlegs búnaðar. Ef um fleiri en einn eiganda er að löndum eða jörðum, þarf undirritun allra þinglýstra eigenda undir samkomulag þetta.
Sveitarstjórn óskar eftir áhugasömum aðilum á Skógarströnd, í Hörðudal, Miðdölum, Haukadal, Laxárdal, Hvammssveit og Saurbæ til að aðstoða við að afla samþykkis landeigenda. Þessi vinna er að hefjast á Fellsströnd og Skarðsströnd.
Áhugasamir hafi samband við Svein Pálsson sveitarstjóra í síma 430 4700 eða með tölvupósti sveitarstjori@dalir.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei