Félagsvist verður spiluð í Tjarnarlundi laugardaginn 27. desemeber kl. 20. Aðgangseyrir er 700 kr. Sjoppa verður á staðnum en enginn posi.
Sorplosun í Búðardal
Sorplosun í Búðardal hefur verið færð til dagsins í dag, í stað morgundagsins.
Jólaball Lions
Mánudaginn 29. desember verður hið árlega jólaball Lionsklúbbs Búðardals haldið í Dalabúð og hefst kl. 18. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma. Eins og venjulega er fólk beðið um að koma með smákökur eða eitthvað annað gott til hafa með. Jólasveinar mæta á svæðið og aldrei að vita hvað þeir hafa í pokanum sínum.
Vefstefna Dalabyggðar
Vefstefna fyrir vef Dalabyggðar, www.dalir.is, var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16. desember. Í stefnunni kemur m.a. fram að hlutverk vefsins „er fyrst og fremst til að veita íbúum sveitarfélagsins upplýsingar um stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Þá eru birtar fréttir af menningar- og samfélagstengdum viðburðum og öðru í héraðinu og nágrenni. Vefur Dalabyggðar er ekki hugsaður til að birta almennar fréttir …
Skrifstofa Dalabyggðar
Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð á aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember.
Stéttarfélag Vesturlands
Skrifstofa Stéttvest verður lokuð í dag vegna slæmrar færðar. Opnunartími skrifstofunnar er auglýstur í nýjasta fréttabréfi félagsins. Næst verður opið 8. janúar og svo annan hvern fimmtudag upp frá því.
Íbúð til leigu fyrir eldri borgara og lífeyrisþega
Um 81,6 m2 íbúð að Gunnarsbraut 11a í Búðardal er laus til leigu frá 1. mars 2015. Um úthlutun gilda „Reglur um úthlutun íbúðar eldri borgara og lífeyrisþega að Gunnarsbraut 11“ sem finna má á vef Dalabyggðar. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. janúar 2015. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 430 4700 eða með tölvupósti sveitarstjori@dalir.is. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 120. fundur
120. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 16. desember 2014 og hefst kl. 17:00. Dagskrá Almenn mál 1. Samningur um móttöku og sendingu rafrænna reikninga 2. Vinnumálastofnun – Uppsögn þjónustusamnings 3. Hækkun menntunarstigs í leikskólum 4. Vefur Dalabyggðar 5. Fjárhagsáætlun 2015-2018 Almenn mál – umsagnir og vísanir 6. Frumvarp til umsagnar mál 211 Fundargerðir til staðfestingar 7. …
Hundahreinsun
Hundahreinsun í Búðardal fer fram miðvikudaginn 17. desember nk. kl. 16-18 hjá dýralækni að Ægisbraut 19. Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða garnaveikibólusetningu sauðfjár og annarri yfirferð dýralæknis. Hundaeigendur í dreifbýli sem ekki eiga sauðfé eru beðnir um láta Gísla Sverri Halldórsson dýrarlækni vita af þeim hundum svo hægt verði að meðhöndla þá í sömu ferð. Samkvæmt samþykkt um hundahald …
Tómstundabæklingur vor 2015
Áætlað er að gefa út síðari hluta janúar tómstundabækling. Þar yrði fjallað um tómstunda- og æskulýðsstarf janúar – maí 2015 í Dalabyggð. Sú nýbreytni verður og að fyrirtæki og aðrir geta keypt auglýsingar í bæklinginum. Æskilegt er að þeir sem standa að tómstunda- og félagsstarfi í sveitarfélaginu komi því á framfæri í bæklinginum. Þannig er hægt að koma fjölbreyttu félagsstarfi …