Hvammskirkja 130 ára

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. júní verður 130 ára vígsluafmælis Hvammskirkju minnst með messu sem hefst kl. 14. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Vesturlandsprófastsdæmis, predikar og annast altarisþjónustu ásamt sóknarpresti, sr. Önnu Eiríksdóttur. Hanna Dóra Sturludóttir sópran syngur einsöng við undirleik Halldórs Þorgils Þórðarsonar. Halldór stjórnar og kirkjukór Dalaprestakalls. Sýning á ikonum eftir Helga Þorgils Þórðarson hefur verið sett upp í kirkjunni í …

Jóhannes Haukur oddviti sveitarstjórnar

DalabyggðFréttir

Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar þann 19. júní var Jóhannes Haukur Hauksson kosinn oddviti sveitarstjórnar til eins árs og Halla Sigríður Steinólfsdóttir varaoddviti. Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir og Þorkell Cýrusson voru kosin í byggðarráð til eins árs og Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Valdís Gunnarsdóttir til vara. Ingveldur var kosin formaður og Eyþór Jón varaformaður. Þá samþykkti …

Timbur- og járngámar

DalabyggðFréttir

Gámar fyrir járn og timbur verða staðsettir á eftirtöldum stöðum eftirfarandi daga. Vikuna 18.-24. júní í Saurbæ, Hvammssveit og á Skarðsströnd. Vikuna 25. júní–1. júlí á Fellsströnd og í Laxárdal. Vikuna 2.-8. júlí í Haukadal, Miðdölum og Hörðudal. Vikuna 9.–15. júlí á Skógarströnd.

Frændaleikar

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 21. júní fara fram árlegir frændaleikar í Ytri-Fagradal. Þar koma saman fagrir frændur og fræknar frænkur og etja kappi í ólíklegustu keppnisgreinum. Þungum steinum er lyft, dreginn slóði, girðingarstaurum kastað langar leiðir, hangið á Júlíönu, rúllu rúllað og fullir mjólkurbrúsar bornir til svo eitthvað sé nefnt. Allir eru hjartanlega velkomnir í Fagradalinn.

114. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

114. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 19. júní 2014 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs2. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs 3. Kosning í nefndir skv. A hluta 48. gr. samþykktar um stjórn Dalabyggðar – til fjögurra ára 4. Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir …

Fálkaorða Tómasar R.

DalabyggðFréttir

Í dag, 17. júní, var Dalamaðurinn Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaofðu fyrir framlag sitt til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs. En Tómas og félagar hans eru einmitt nýbúnir að bjóða Dalamönnum upp á stórtónleika í Dalabúð. Voru þeir tónleikar mjög vel sóttir.

Sauðafellshlaupið 2014

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 21. júní verður Sauðafellshlaupið 2014. Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er frá Erpsstöðum eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585. Á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið og það hlaupið þvert, niður að bænum Sauðafelli. Komið að þjóðvegi 60 á ný og hlaupið að Erpsstöðum á ný. Leiðin er ekki mjög erfið þó …

Hestaþing Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 21. – 22. júní n.k. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Dagskrá Laugardagur 21. júní Forkeppni kl. 10 Tölt (T3) opinn flokkur Barnaflokkur Unglingaflokkur Ungmennaflokkur B-flokkur gæðinga A-flokkur gæðinga B-úrslit í tölti (háð þátttöku) Kappreiðar kl. 20 150 m skeið 250 m brokk 250 m skeið 250 m stökk A-úrslit …

17. júní hátíðarhöld í Búðardal

DalabyggðFréttir

Safnast verður saman við dvalarheimilið Silfurtún kl. 14 og farin skrúðganga að Leifsbúð. Þar verður flutt hátíðarræða og fjallkonan stígur á stokk. Skátarnir munu að því loknu stýra leikjum þar sem börn jafnt sem fullorðnir munu etja kappi, m.a. í reiptogi og pokahlaupi. Síðdegiskaffi verður í Leifsbúð og bingó á vegum skátafélagsins Stíganda að því loknu, um kl 16.

Sveitarfélagið Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð varð til við sameiningu sex sveitarfélaga 11. júní 1994 og síðan hafa tvö sveitarfélög bæst við. Sveitarfélagið Dalabyggð nær frá botni Álftafjarðar að botni Gilsfjarðar og liggur í tveimur sýslum; Snæfellsnessýslu og Dalasýslu. Í þeim sex sveitarfélögum sem sameinuðustu í Dalabyggð voru 733 íbúar 1. janúar 1994. En sé miðað við núverandi stjórnsýslumörk voru þeir 884. Í Dalabyggð …