Sýsluskrifstofa

DalabyggðFréttir

Skrifstofa sýslumannsins í Búðardal verður lokuð föstudaginn 9. maí vegna námskeiðs.

Garðland

DalabyggðFréttir

Garðland fyrir grænmetisræktun í Búðardal er í námunda við vatnstankinn. Íbúum Dalabyggðar er frjálst að helga sér reit á svæðinu til afnota sumarlangt endurgjaldlaust, en eru beðnir að gæta hófs varðandi stærð þannig að sem flestir áhugasamir geti nýtt sér svæðið.

Bæjarhreinsun í Búðardal

DalabyggðFréttir

Árleg vorhreinsun skátafélagsins Stíganda verður á fimmtudaginn. Umhverfisdagur Skátafélagið Stígandi stendur fyrir árlegri hreinsun í Búðardal fimmtudaginn 8. maí og hefst hún kl. 15. Íbúar í Búðardal og forsvarsmenn fyrirtækja eru hvattir til að taka þátt í deginum og hreinsa lóðir sínar og nánasta umhverfi. Garðaúrgangur Íbúar geta losað garðaúrgang á gamla gámasvæðinu við Vesturbraut. Gras og trjáafklippur eiga að …

Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð miðvikudaginn 7. maí kl. 20. Dagskrá 1. Ársreikningur Dalabyggðar 2013 2. Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2014 3. Markaðs- og ferðamál Íbúar eru hvattir til að mæta. Sveitarstjórn Dalabyggðar

Sveitarstjórnarkosningar

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi. Upplýsingar um flest er lýtur að þeim er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins. Kjörskrá Á kjörskrá skal taka alla íslenska ríkisborgara sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 31. maí 2014, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014. Óheimilt er því að breyta kjörskrá …

Fyrsti maí í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Dalabúð, Búðardal á baráttudegi verkalýðsins og hefst dagskráin kl. 14:30. Kynnir verður Helga Hafsteinsdóttir formaður SDS og ræðumaður Guðbjörn Arngrímsson formaður Samflots. Keli Cýr flytur eigin lög og ljóð og síðan Hreimur Heimisson. Gestum er boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni.

Vinnuskólinn 2014

DalabyggðFréttir

Minnt er á að umsóknarfrestur um störf í vinnuskólanum rennur út til og með föstudaginn 2. maí. Flokksstjóri vinnuskóla Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð eru á www.dalir.is og á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur …

Brothættar byggðir

DalabyggðFréttir

Byggðastofnun hefur frá árinu 2012 staðið fyrir verkefninu „Brothættar byggðir“ þar sem unnið er að bættri stöðu byggðarlaga í vanda með víðtæku samstarfi við íbúa, sveitarfélög, atvinnuþróunarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og fleiri aðila. Meginmarkmið verkefnisins á hverjum stað eru skilgreind af verkefnisstjórn á grundvelli umræðna og forgangsröðunar á íbúaþingum sem ætlað er að virkja frumkvæði íbúa og samtakamátt. Verkefnið nær nú …

Garðyrkufélag Dalabyggðar – fyrirlestrar

DalabyggðFréttir

Garðyrkjufélag Dalabyggðar stendur fyrir tveimur fyrirlestrum í Leifsbúð. Sá fyrri verður 15. apríl kl. 20:00 og er um matjurtaræktun. Sá síðari verður 29. apríl kl. 20:00 og er um skógrækt í Dölum. Frítt er inn á fyrirlestrana og allir eru velkomnir. Heimilisgarðurinn – ræktun matjurta Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur flytur erindi um ræktun matjurta í heimilsgarðinum þriðjudaginn 15. apríl kl. 20:00 …

Íþróttamót Glaðs

DalabyggðFréttir

Glaður heldur sitt árlega opna íþróttamót á fimmtudaginn 1. maí og hefst mótið stundvíslega kl. 10. Keppt er í opnum flokki, polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokkum. Keppnisgreinar eru mismunandi eftir flokkum, en keppt er í fjórgangi, fimmgangi, tölti og 100 metra skeiði. Síðasti dagur skráninga og greiðslu skráningargjalda er þriðjudagurinn 29. apríl. Nánari upplýsingar um skráningu er að …