Skátafélagið Stígandi vorið 2015

DalabyggðFréttir

Fyrstu skátafundirnir verða fimmtudaginn 15. janúar hjá dreka- og fálkaskátum og mánudaginn 19. janúar hjá dróttskátum.
Fyrstu skátafundir vorönn 2015 verða
Drekaskátar 3.-4. bekkur. Fimmtudaginn 15. janúar kl. 15:20-16:30. Mæta með nesti. Umsjón Kristján Meldal og Aníta.
Fálkaskátar 5.-7. bekkur. Fimmtudaginn 15. janúar kl. 13:50-15:05. Ekki með nesti. Umsjón Þórey, Unnur og Anna Magga.
Dróttskátar 8.-10. bekkur. Mánudaginn 19. janúar kl. 15:30-17. Vera búin að borða fyrir fund. Umsjón Elísabet og Helga Elínborg.
Vordagskráin verður afhend á fyrsta fundi. Verð er 8.000 kr og veittur er 2.000 kr systkinaafsláttur fyrir annað barn. Nýir meðlimir eru velkomnir og frítt er að mæta á fyrstu tvo fundina til að prófa. Þeir sem ætla að taka pásu eða hætta í skátunum vinsamlega látið foringja vita, annars er gert ráð fyrir að allir mæti.
Til að foreldrar geti fylgst með skátastarfinu er mikilvægt að rétt netföng séu skráð og mikilvægt að tilkynna breytingar á netföngum. Fréttabréf verða send rafræn á netföng foreldra og tilkynningar settar á facebook síðu félagsins. Þá verða allar sveitir með hóp á facebook, sem foreldrum er velkomnir að vera aðilar að.
Einnig ætlast félagið til að foreldrar leggi lið á vorönninni við einn skipulagðan viðburð, flesta vegna félagsútilegu á Laugum í lok febrúar. Ef að foreldrar komast ekki til að aðstoða þá helgi verða önnur verk til að taka þátt í. Skráningarblað þar sem foreldra velja verkefni til að leggja lið í vetur verður sent á foreldra eftir fyrsta fund.
Í félagsútileguna koma skátar frá Grundafirði, en farið var í útilegu til þeirra í febrúar 2014 og þar sáu foreldrar Grundfirðinga um allar vaktir. Félagsútilegan er að Laugum helgina 27. febrúar – 1. mars. Drekaskátar koma þó bara í dagsferð á laugardeginum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei