Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 23. janúar í Leifsbúð, Búðardal kl. 13-16 verður vinnusmiðja um gerð styrkumsókna á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands.
Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar.
Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, rýnir hana og sendir til baka með upplýsingum um hvað var gott og hvað má bæta.
Skráning er á vef Símenntunar www.simenntun.is og nánari upplýsingar gefur starfsfólk Símenntunar í síma 437-2390.
Leiðbeinandi er Bjarnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Vinnusmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei