Vegna náms- og kynningarferðar verður skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal lokuð föstudaginn 21. febrúar 2014
Með glimmer á rassinum
Þriðjudagskvöldið 18. febrúar kl. 20:30 verður fræðslukvöld fyrir foreldra í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eftirtaldir aðilar verða með erindi, deila þekkingu sinni og svara spurningum foreldra. MEÐ GLIMMER Á RASSINUM Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar „Fáðu já“ deilir reynslu sinni af því að spjalla við þúsundir unglinga um klám, kynlíf, ofbeldi og internetið – og hvers vegna það …
Skrifstofa Dalabyggðar
Vegna náms- og kynningarferðar verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá kl. 12:00 föstudaginn 21. febrúar næstkomandi Sveitarstjóri Dalabyggðar
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 109. fundur
109. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. febrúar 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1.Styrktarsjóður EBÍ 20142.UDN Samstarfssamningur3.Breytingar á sorphirðu4.Umferðaröryggisáætlun Almenn mál – umsagnir og vísanir 5.Skýrsla starfshóps um starfsemi SSV6.Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum7.Frumvarp til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði Fundargerðir til staðfestingar 8. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 609. …
Smalinn
Fyrsta mót ársins hjá hestamannafélaginu Glað er keppni í Smala í Nesoddahöllini í Búðardal laugardaginn 15. febrúar og hefst keppnin stundvíslega klukkan 13. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokkum. Nánari upplýsingar um reglur og skráningu á mótið eru á heimasíðu Glaðs. Þá verður og liðakeppni eftirtöldum mótum vetrarins; smala, tölti, fjórgangi, vetrarleikum og íþróttamóti. Þrjú lið eru; …
Fræðslukvöld um þjálfunarstiga Háskólans á Hólum
Fræðslukvöld um þjálfunarstiga Háskólans á Hólum er vera átti að Miðfossum í Borgarfirði miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20-22 er frestað til miðvikudagsins 19. febrúar. Reiðkennaraefni Háskólans á Hólum eru þessa dagana með sýnikennslu víðsvegar um land og munu þrír nemendur sækja Miðfossa heim. Þeir eru Astrid Skou Buhl, Bjarki Þór Gunnarsson og Johanna Schulz. Byrjað er á stuttum fyrirlestri …
Þorrablót á Borðeyri
Laugardaginn 22. febrúar halda Ungmennafélagið Harpa og Kvenfélagið Iðunn sitt árlega þorrablót í skólahúsinu á Borðeyri. Húsið opnar kl. 20:00, blótið byrjar kl. 20.30. Veitingaþjónustan Krásir sér um matinn og hljómsveitin Kopar spilar fyrir dansi. Skemmtiatriði eru í höndum heimamanna. Aðgangseyrir er 6.500 kr, posi verður á staðnum sem og sjoppa. Pantanir á blótið eru hjáÁsdísi (símar 451 1123 / …
Námskeið hjá Glað
Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs hefur skipulagt nokkur námskeið nú í vetur. Rétt er þó að hafa í huga að einstaka námskeið verða einungis haldin ef næg þátttaka fæst. Skráningar Við skráningum á námskeiðin taka Heiðrún (sími 772 0860 eða netfangið hsandra @is.enjo.net), Svanborg (sími 895 1437 og netfangið svanborgjon @simnet.is) og Ágústa Rut (sími 771 3881 eða netfangið nem.arh1 @lbhi.is). …
Deildarfundur Breiðafjarðardeildar Kaupfélags Borgfirðinga
Deildarfundur Breiðafjarðardeildar verður haldinn í Félagsheimilinu Árbliki, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:30. Dagskrá 1. Rekstur KB 2013 og horfur á árinu 2014. 2. Kynning á stefnumótun KB. 3. Samvinnufélög – félags og rekstrarformið vítt um lönd – kynning og umræður um samvinnufélagsrekstur. 4. Kosning deildarstjóra og fulltrúa á aðalfund KB 2014. Félagið býður fundarmönnum uppá kaffi og með því. Allir …
Augnlæknir í Búðardal
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 6. febrúar. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Heilsugæslustöðin í Búðardal