Tannlæknaþjónustan

DalabyggðFréttir

Nýtt símanúmer fyrir tímapantanir hjá Tannlæknastofunni í Búðardal er 426 9171. Heilbrigðisstofnun Vesturlands – Búðardal

Nám í ferðaþjónustu á Bifröst

DalabyggðFréttir

Háskólinn á Bifröst býður nú upp á nám í stjórnun og rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Námið kallast Stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu. Námið fer fram í 9 vikna fjarnámi með vinnulotum á Bifröst í upphafi og lok námstímans. Um er að ræða þrjú þriggja vikna námskeið sem eru sérsniðin eru fyrir rekstraraðila í ferðaþjónustu. Markmiðin með náminu eru að auka þekkingu, hæfni …

Nýr sóknarprestur

DalabyggðFréttir

Séra Anna Eiríksdóttir er nýr sóknarprestur í Dalaprestakalli. Hún verður sett í embætti í Hjarðarholtskirkju sunnudaginn 30. september kl. 14:00. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason sér um athöfnina. Kirkjugestum er boðið upp á kaffiveitingar í Leifsbúð að athöfn lokinni. Skrifstofa sóknarprests Dalaprestakalls er í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, annarri hæð, til vinstri. Netfangið er anna.eiriksdottir@kirkjan.is og síminn 434 1639 / 897 4724. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

92. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 25. september 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Afmælis- og uppskeruhátíð Ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. 2. Hnúksnes – Bréf Sveins Skúlasonar 3. Ferðamálafulltrúi – Bréf Sveins Ragnarssong Höllu Steinólfsdóttur 4. Áskorun Sambands breiðfirska kvenna – Sjúkraþjálfun 5. Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd 6. Styrkbeiðni RKÍ-deildar vegna rekstur húsnæðis 7. …

Geymsluhúsnæði til leigu

DalabyggðFréttir

Íbúum er gefinn er kostur á að leigja geymslupláss í óupphituðu húsnæði að Ægisbraut 2, réttinni. Nánari upplýsingar gefur Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 430 4700 eða með tölvupósti sveitarstjori@dalir.is.

Inflúensubólusetning

DalabyggðFréttir

Bóluefni gegn árlegri inflúensu er komið og bólusetning er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Jafnframt vilja starfsmenn HVE í Búðardal og á Reykhólum minna á bólusetningu gegn lungnabólgubakteríu sem ráðlögð er áhættuhópum á ákveðnu árabili.

Toni í réttum

DalabyggðFréttir

Í myndasafnið eru nú komnar réttamyndir teknar af Birni Antoni Einarssyni.

Bændur að störfum – ljósmyndasamkeppni

DalabyggðFréttir

Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar. Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. …

Aðalfundur Sambands íslenskra harmonikkuunnenda

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Sambands íslenskra harmonikkuunnenda verður að Laugum í Sælingsdal laugardaginn 22. september í umsjón Harmonikkufélagsins Nikkólínu. Að aðalfundi loknum verður matur og dansað. Borðhald hefst kl. 19. Skráning í mat og nánari upplýsingar er að frá hjá Ásgerði í síma 866 5799 / 434 1502. Allir vinir og velunnarar Nikkólínu eru velkomnir í mat og að taka nokkur létt dansspor …

Leitir og réttir

DalabyggðFréttir

Nú um helgina er fyrsta leit og réttir hér í sveitarfélaginu. Á laugardaginn spáir lítils háttar rigningu, norðaustan 6 m/sek og hita um 6°C á hádegi, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Aldrei er áréttað um of að leitarmenn mæti vel búnir og klæðist fötum í áberandi litum. Símanúmer neyðarlínunnar er 112. Hamli veður leit skal leita næsta færa dag. Réttir Kirkjufellsrétt í …