Íslandsmeistaramótið í rúningi

DalabyggðFréttir

Ljóst er að nýr rúningsmeistari verður krýndur á laugardaginn þar sem Julio sem unnið hefur keppnina frá upphafi er núna handleggsbrotinn. Eftirtaldir ellefu rúningsmenn eru skráðir til keppni og dreifast þeir nokkuð vel um landið. Gísli Þórðarson í Mýrdal Guðmundur Skúlason í Hallkelsstaðahlíð Hafliði Sævarsson í Fossárdal Jóhann Hólm Ríkarðsson í Gröf Jón Ottesen á Akranesi Pétur Davíð Sigurðsson á …

Ljósmyndasýningin „Réttir“

DalabyggðFréttir

Frá því ágúst hefur ljósmyndasýningin Réttir eftir Hjalta Sigfússon smala á Stóra-Vatnshorni verið að finna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sú sýning verður nú um helgina uppi í Samkaupum Búðardal. Á sýningunni er að finna myndir eftir Hjalta teknar á síðustu árum í réttum í Haukadal af bændum, búfénaði og aðkomumönnum. Hjalti vann ljósmyndasamkeppni sem haldin var á vegum Flikr@Iceland, Höfuðborgarstofu og …

Sviðaveisla flutt að Laugum.

DalabyggðFréttir

Vegna fjölda pantana á sviðaveislu FSD hefur hún verið flutt úr Dalabúð í íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum í Dölum og koma að sunnan þá eru Laugar í Sælingsdal 20 km frá Búðardal. Keyrt er gegnum Búðardal og beygt til vinstri eftir að komið er framhjá vegi 590 Klofningsvegi, rétt áður en farið …

Kaffi – Kind

DalabyggðFréttir

Í tilefni haustfagnaðar FSD verður opið á sýningu á munum tengdum sauðkindinni hjá Kaffi-Kind á Hrútsstöðum laugardaginn 22. október kl. 12-19. Á sýningunni eru fjölmargir sauðfjártengdir munir í eigu þeirra Boggu á Sauðhúsum og Bergþóru á Hrútsstöðum. Hrútsstaðir eru við rétt við þjóðveginn 5 km sunnan við Búðardal. Aðgangseyrir og kaffi er 300 kr. fyrir 16 ára og eldri (ekki …

Arsenalklúbburinn

DalabyggðFréttir

Stjórnarmenn úr Arsenalklúbbnum á Íslandi verða í Búðardal helgina 22.-23. október að kynna félagið. Á dagskrá er að hitta Arsenalaðdáendur í Dölum á Gistiheimilinu Bjargi sunnudaginn 23. október kl. 12 og horfa á leikinn Arsenal-Stoke, sem hefst kl. 12:30. Arsenalaðdáendur eru hvattir til að mæta, kynna sér félagið og horfa saman á leikinn. Arsenaltengdur varningur verður með til að gefa …

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

78. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 18. október 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð 95. fundar byggðarráðs frá 11.10.2011. • Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. • Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2011. • Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. 3. Fundargerð félagsmálanefndar frá 4.10.2011. 4. Fundargerð fræðslunefndar frá 6.10.2011. Fundargerðir til kynningar5. Fundargerð 77. …

Prjónasamkeppni FSD

DalabyggðFréttir

Rétt er að minna á prjónasamkeppni FSDí tengslum við haustfagnað félagsins fyrsta vetrardag. Sú breyting verður nú á að keppt verður í tveimur flokkum. Flokki fullorðinna og auk þess flokki barna 16 ára og yngri. Í ár snýst keppnin um að að prjóna fylgihluti úr íslenskri ull. Það styttist óðum í fyrsta vetrardag og því tímabært að hefjast handa við …

Leikklúbbur Laxdæla

DalabyggðFréttir

Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í afmælisuppsetningu Leikklúbbs Laxdæla eru velkomnir á fund með leikstjóra á Sunnubraut 1a í Búðardal, mánudaginn 10. október kl. 20. Alltaf er þörf fyrir leikara, sminkara, ljósamenn, hljóðmenn, þúsundþjalasmiði og allskyns fólk sem er tilbúið að gera jafnt smátt sem stórt.

Ljósmyndasamkeppni ungra bænda

DalabyggðFréttir

Samtök ungra bænda kynna ljósmyndasamkeppni í tengslum við útgáfu samtakanna á dagatali fyrir árið 2012. Keppnin er öllum opin og óskað er eftir myndum tengdum ungu fólki og úr öllum áttum landbúnaðar. Myndirnar eiga að vera u.þ.b. 300 dpi að stærð og sendast á netfangið ungurbondi@gmail.com. Skilafrestur er til 1. nóvember.

Námskeið í boði

DalabyggðFréttir

Á haustönn eru tvö námskeið í boði hér í Dölum á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Laugardaginn 22. október verður námskeiðið „Jóladúkur“ og miðvikudaginn 26. október hefst námskeiðið „Mitt heimili á netinu„. Auk námskeiða hér í Dölum er ekki löng leið að sækja önnur námskeið í boði í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Hægt er að kynna sér framboð á námskeiðum á vegum …