Markaskrá Dalasýslu 2012

DalabyggðFréttir

Ný markaskrá fyrir Dalasýslu hefur verið gefin út, en í ár eru gefnar út nýjar markaskrár fyrir allt landið. Í markaskránni eru skráð 719 eyrnamörk og 69 brennimörk. Eigendur marka eru vel á fjórða hundraðið, velflestir skráðir fyrir einu marki, en allt upp í 10 mörk. Til samanburðar má geta þess að í Markaskrá Dalasýslu 1951 voru skráð 1350 eyrnamörk …

Fjallskil 2012

DalabyggðFréttir

Fjallskilanefndir allra deilda hafa nú allar skilað gangaseðlum. Fyrsta leit verður víðast hvar helgina 15. – 16. september og önnur leit helgina 29. – 30. september. Aukaréttír verða laugardaginn 8. september í Ljárskógarétt í Laxárdal og Tungurétt á Fellsströnd. Vörðufellsrétt á Skógarströnd verður laugardaginn 22. september og Ósrétt sunnudaginn 30. september. Hólmarétt í Hörðudal verður sunnudaginn 16. september. Fellsendarétt í …

Afleysingar á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Vegna veikinda vantar starfsmann í afleysingar við aðhlynningu á Dvalarheimilinu Silfurtúni. Um er að ræða vaktavinnu í 6 – 7 vikur. Starfshlutfall er allt að 90%. Nánari upplýsingar veitir Eyþór Gíslason í síma 898 1251 eða Sveinn Pálsson í síma 430 4700.Umsóknir sendist á netföngin sveitarstjori@dalir.is eða silfurtun@dalir.is Laus störf í Dalabyggð og nágrenni

Menntastoðir

DalabyggðFréttir

Menntastoðir er námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér í grunnfögin í framhaldsskóla. Um er að ræða fjarnám í 2 annir og hefst með staðlotu föstudaginn 21. september í Borgarnesi. Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 91

DalabyggðFréttir

91. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 4. september 2012 og hefst kl. 17:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1208035 – Sýslumaðurinn í Borgarnesi – Kæra vegna ágangs búfjár Fundargerðir til staðfestingar 2. 1208024 – Fjallskil Fellsströnd 2012 3. 1208025 – Fjallskil Skógarströnd 2012 4. 1208026 – Fjallskil Suðurdalir 2012 5. 1208030 – Fjallskil Haukadalur 2012 6. 1208031 …

Tónleikar í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 1. september kl. 15 verða tónleikar með Ingunni Sigurðardóttir sópran frá Köldukinn og Renötu Ivan píanóleikara í Leifsbúð. Laugardaginn 1. september lýkur sumaropnun í Leifsbúð. Á boðstólum verða því pönnukökur ofl. um daginn og kvöldið.

Skátafélagið Stígandi – kynning

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 15:10 verður kynning og innskráning hjá Skátafélaginu Stíganda. Stutt kynning verður í skátaherberginu í Dalabúð á starfsemi félagsins, innskráning og létt dagsskrá. Dagskrá verður lokið kl. 16. Skátastarfið er í boði fyrir börn fædd 2004 og fyrr.

Námskeið í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Tvö námskeið verða um helgina á vegum Ólafsdalsfélagsins. Annars vegar um grænmeti í Tjarnarlundi og grjót- og torfhleðsla í Ólafsdal. Laugardaginn 1. september verður námskeiðið „Grænmeti og góðmeti“ í félagsheimilinu Tjarnarlundi kl. 14. Leiðbeinendur verða Sólveig Eiríksdóttir og Dominique Pledel, Slowfood Reykjavík. Námskeiðsgjald er 8.700 kr. fyrir fullorðna, en 1.000 kr. fyrir börn. Helgina 1. – 2. september verður tveggja …

Átak til atvinnusköpunar

DalabyggðFréttir

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum og við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn …

Opið hús Össu í Vogalandi

DalabyggðFréttir

Handverksfélagið Assa mun, eins og undanfarna vetur, verða með opið hús í Vogalandi annað hvert miðvikudagskvöld kl. 20. Fram að áramótum verður opið hús 29. ágúst, 12. og 26. september, 10. og 24. október, 7. og 21. nóvember og 5. desember. Allir vinir og velunnarar félagsins eru velkomnir, en ekki er þörf á að vera skráður í félagið til að …