Jólalagakeppni Rásar 2

DalabyggðFréttir

Jólalagakeppni Rásar 2 fer nú fram í níunda sinn og hefur dómnefnd valið 10 lög sem keppa til úrslita. Eitt þessarra laga kemur héðan úr Dölunum. Texta- og lagahöfundur „Afa í skóinn“ er Þorgrímur bóndi á Erpsstöðum og flytjandi er Íris systir hans. Dagana 7.-14. desember munu lögin hljóma á Rás 2 milli klukkan 9 og 16. Einnig eru þau …

Ljósmyndasamkeppni Eimskipa

DalabyggðFréttir

Dagatal Eimskipafélags Íslands á sér langa sögu. Eimskip gaf fyrst út dagatal árið 1928 og var það prýtt teikningu eftir Dala- og Strandamanninn Tryggva Magnússon. Í ár efndi Eimskip til ljósmyndasamkeppni meðal áhugaljósmyndara með viðfangsefnið íslenskt landslag. Fjöldi ljósmynda voru sendar inn og dómnefnd valdi svo þær tólf sem hún taldi bestar. Einn af vinningshöfunum er Steinunn Matthíasdóttir kennari við …

Menningarráð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Dalamenn eru minntir á að umsóknarfrestur vegna styrkja úr Menningarráði Vesturlands fyrir árið 2012 rennur út 10. desember. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Umsóknir eru rafrænar á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands undir liðnum styrkveitingar. Starfsmaður Menningarráðs Vesturlands, Elísabet Haraldsdóttir, veitir fúslega allar upplýsingar í síma 433 2313 einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið …

Jólatónleikar Vorboðans

DalabyggðFréttir

Jólatónleikar söngfélagsins Vorboðans verða á aðventusamkomu í Breiðsbólsstaðarkirkju á Skógarströnd, sunnudaginn 11. desember kl. 16.

Fjallskilasamþykkt

DalabyggðFréttir

Tekið hefur gildi ný fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélagið Dalabyggð nr. 1085/2011. Jafnframt er felld úr gildi fjallskilasamþykkt fyrir Dalasýslu nr. 532/1997. Gildir nú sama fjallskilasamþykktin yfir allt sveitarfélagið þar sem Skógarströndin fellur nú undir sömu samþykktina. Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélagið Dalabyggð nr. 1085/2011

Jólatré við Dalabúð

DalabyggðFréttir

Kveikt verður á ljósum jólatrésins við Dalabúð mánudaginn 5. desember kl. 17:30. Börn á öllum aldri velkomin.

Takmarkanir á hundahaldi í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Samkvæmt samþykkt um hundahald í Dalabyggð sætir hundahald í Búðardal takmörkunum. Eigendum hunda í Búðardal er skylt að skrá hunda sína á skrifstofu Dalabyggðar. Við skráningu ber hundeiganda að sýna vátryggingarskírteini, vottorð dýralæknis um að hundurinn sé ekki haldinn smitandi sjúkdómi og hafi verið hreinsaður af bandormum, svo og öll þau skilríki sem máli skipta. Lausaganga hunda er óheimil í …

Heimilisfriður – Heimsfriður

DalabyggðFréttir

Þann 25. nóvember hófst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindardagur. Í tilefni af því eru bækur sem fjalla um efnið til sýnis á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Héraðsbókasafn Dalasýslu er opið á þriðjudögum 15-19 og á fimmtudögum kl. 13-16.

Skólaliði í leikskóla Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Skólaliða vantar í leikskóla Auðarskóla. Starfshlutfall er 68,75% og vinnutími er frá 11.30 – 17.00. Næsti yfirmaður skólaliðans er aðstoðarleikskólastjóri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Eftirfarandi er á starfsviði skólaliðans. Þrif Skólaliðinn sér um öll hefðbundin dagþrif á leikskólanum. Þrifin fara fram þegar einstök svæði eru ekki í notkun. Aðstoðarleikskólastjóri og skólaliði gera í sameiningu áætlun (skema) …

Fjarnám í FSN

DalabyggðFréttir

Innritun á vorönn 2012 stendur nú yfir í fjar- eða dreifnámi hjá Fjölbrautarskóla Snæfellinga (FSN). Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat. Fjar- eða dreifnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á MSN og á Skype. Nemendum yngri en 18 ára stendur ekki til boða að gerast fjar- …