Tómas R. á Laugum

DalabyggðFréttir

Dalamaðurinn og bassaleikarinn Tómas R. Einarsson og slagverksleikarinn Matthías MD Hemstock munu flytja lagaflokk Tómasar, Streng, á Hótel Eddu Laugum fimmtudaginn 11. ágúst, kl. 21. Auk bassa og slagverks fléttast fjölbreytileg vatnshljóð saman við tónlistina ásamt vídeóum. Tómas R. ólst upp á Laugum og hljóðritaði vatnshljóð þar í nágrenninu sem er að finna í verkinu. Strengur er óður Tómasar til …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

76. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 10. ágúst 2011 og hefst kl. 17:00 á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð 92. fundar byggðarráðs frá 7.7.2011 3. Fundargerð 93. fundar byggðarráðs frá 2.8.2011 Mál til umfjöllunar / afgreiðslu 4. Fjallskilasamþykkt – fundargerð formannafundar fjallskilanefnda 4.8.2011 5. Embætti byggingarfulltrúa – fundargerð stjórnar …

Reykhóladagar

DalabyggðFréttir

Um helgina verða haldnir Reykhóladagar með heljarinnar dagskrá. Meðal dagskráratriða er bíó, kassabílakeppni, dráttarvélaakstur, pulsupartí, spurningakeppni, sýningar, siglingar, kvöldvaka og dansleikur. Allar nánari upplýsingar og dagskrá má finna á heimasíðu Reykhólahrepps.

Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður sunnudaginn 7. ágúst, kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis, ávörp, markaður, leiksýning, sýningar og margt annað til skemmtunar. Ólafsdalur er 6 km inn með Gilsfirði sunnanverðum, vegur 690. Dagskrá 11.00 „Minjar og daglegt líf í Ólafsdal“. Fræðsluganga um Ólafsdals undir leiðsögn Guðmundar Rögnvaldssonar frá Ólafsdal. 12.30 Ólafsdalshappdrætti. Sala miða hefst, fjöldi vinninga, miðaverð er 500 kr. 13.00 Rögnvaldur …

Tónleikar að Laugum

DalabyggðFréttir

Fyrirhugaðir eru tvennir tónleikar á Hótel Eddu Laugum fimmtudagana 4. og 11. ágúst. Báðir tónleikarnir eru í Gyllta salnum og hefjast kl. 21. Dalabríari verður síðan sunnudaginn 21. ágúst og verður betur kynnt síðar. Fimmtudaginn 4. ágúst kl. 21 verða Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir með tónleika í Gyllta salnum á Hótel Eddu, Laugum. Munu þau flytja nokkur þekktustu lög …

Námskeið Ólafsdalsfélagsins

DalabyggðFréttir

Ólafsdalsfélagið býður upp á fjögur námskeið um m.a. lífrænt grænmeti, söl, þara, sushi, ostagerð, torf- og grjóthleðslur í Ólafsdal og Tjarnarlundi í ágúst og september. Inn í námskeiðin er fléttað kynningum á hugmyndum Slowfoodhreyfingarinnar og starfsemi Bændaskólans í Ólafsdal. Á námskeiðunum nýtist lífræni matjurtagarðurinn í Ólafsdal, hráefni til ostagerðar úr nágrenninu, fjaran í Tjaldanesi og torf- og grjótgarðar sem hlaðnir …

Kvennareiðin

DalabyggðFréttir

Dalakonum er ráðlagt að taka frá laugardaginn 6. ágúst, en þá verður kvennareiðin í Hvammssveit. Mæting er kl. 12 að fjárhúsunum í Sælingsdalstungu og brottför stundvíslega kl. 13.

Félagsþjónusta

DalabyggðFréttir

Vegna veikinda fellur viðtalstími félagsþjónustunnar niður í dag, þriðjudaginn 2. ágúst. Félagsmálastjóri

Myndhöggvarar að Nýp – frestað

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 31. júlí kl. 16 átti að vera opið hús að Nýp og sýndur afrakstur af brennslu síðustu daga. Brennslu varð að fresta, en tilkynnt verður síðar um nýjan dag til sýningar. Verkefnið fjallar um leir, jarðefni og eld sem kveikju nýrra verka. Undirbúningsvinna fór fram á verkstæðum myndlistamannanna og á verkstæði Myndhöggvarfélagsins í maí/júní 2011, en verkin verða brennd …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vegna sumarfría verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð föstudaginn 29. júlí frá kl. 12:00. Sveitarstjóri