Framhaldsskóladeild í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Kynningarfundur um framhaldsskóladeild / dreifnám í Dalabyggð verður haldinn í félagsheimilinu Dalabúð miðvikudaginn 13. mars kl. 17.

Dagskrá

1. Vinnuhópur Dalabyggðar um framhaldsskóladeild kynnir tildrög og stöðu málsins.
2. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar fer yfir mögulega starfsemi deildarinnar og hugsanlega tengingu við Menntaskóla Borgarfjarðar.
3. Rakel Runólfsdóttir umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautaskóla Norðulands vestra á Hvammstanga kynnir hvernig til hefur tekist með uppbygginguna þar.
4. Framhaldsskólanemar á Hvammstanga segja frá því hvernig er að vera nemandi í dreifnámi.
5. Umræður og fyrirspurnir
Fundurinn er opin öllum íbúum Dalabyggðar og öðrum áhugasömum. Boðið verður upp á súpu.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei