Garðyrkja í Dölum

DalabyggðFréttir

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur fyrirlestur í Leifsbúð fimmtudaginn 28. febrúar kl. 19:30.
Fyrirlesturinn nefnir hann „Nýir tímar – nýjar áherslur í vali á gróðri“. Þar verður fjallað um gróður í görðum og á opnum svæðum í sveitarfélaginu og hvaða tegundir er áhugavert að rækta í Dalabyggð.
Kristinn H. Þorsteinsson er fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands. Fyrirlesturinn er í boði félagsins og Dalabyggðar.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélagsins (www.gardurinn.is).
Allir eru velkomnir og boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi.
Garðyrkjufélag Íslands
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei