Arsenalklúbburinn vill koma fram þakklæti til allra Dalamanna sem sáu sér fært um að koma í heimsókn til þeirra þegar þeir voru á Gistiheimilinu Bjargi í Búðardal um helgina að horfa á leik Arsenal – Stoke. Sérstaklega viljum við þakka hjónakornunum þeim Ásdísi Kr. Melsted og Jóhannesi H. Haukssyni fyrir frábærrar móttökur og einnig honum Villa á Bjargi fyrir að …
Opið hús í leikskólanum
Föstudaginn 28. október verður opið hús í leikskólanum í Búðardal. Fyrir hádegi verður opið milli kl. 9 og 11 og eftir hádegi aftur milli kl. 13 og 15. Á leikskólanum er líf og fjör og alltaf eitthvað um að vera. Þar er hópur barna og starfsfólks sem býður alla góða gesti velkomna í heimsókn hvort sem þeir hafa tengsl við …
Bennabíó
Á föstudaginn 28. október verður Bennabíó í Dalabúð. Sýndar verða tvær myndir, Land míns föður og Borgríki, frá kvikmyndafélaginu Poppoli. Fyrst verður sýnd myndin lAND MÍNS FÖÐUR þar sem heimamenn eru í sviðsljósinu. Aðgangur er ókeypis að myndinni á meðan húsrúm leyfir. Er það í þakklætisskyni til Dalamanna fyrir aðstoðina við gerð myndarinnar. Sýning myndarinnar hefst kl. 20, en …
Lambhrútasýningar
Skráningu á lambhrútasýningar lauk á miðnætti og er sýningarskrá tilbúin. Til keppni er skráður 104 hrútur frá 30 bæjum í sýslunni, hver öðrum betri. 61 hyrndir hrútar, 24 kollóttir og 19 mislitir og ferhyrndir. Sýningin í Dalahólfi nyrðra verður á Klifmýri á Skarðsströnd og hefst kl. 14. Þar eru skráðir 76 hrútar frá 22 bæjum. Sýningin í Dalahólfi syðra verður …
Íslandsmeistaramótið í rúningi
Ljóst er að nýr rúningsmeistari verður krýndur á laugardaginn þar sem Julio sem unnið hefur keppnina frá upphafi er núna handleggsbrotinn. Eftirtaldir ellefu rúningsmenn eru skráðir til keppni og dreifast þeir nokkuð vel um landið. Gísli Þórðarson í Mýrdal Guðmundur Skúlason í Hallkelsstaðahlíð Hafliði Sævarsson í Fossárdal Jóhann Hólm Ríkarðsson í Gröf Jón Ottesen á Akranesi Pétur Davíð Sigurðsson á …
Ljósmyndasýningin „Réttir“
Frá því ágúst hefur ljósmyndasýningin Réttir eftir Hjalta Sigfússon smala á Stóra-Vatnshorni verið að finna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sú sýning verður nú um helgina uppi í Samkaupum Búðardal. Á sýningunni er að finna myndir eftir Hjalta teknar á síðustu árum í réttum í Haukadal af bændum, búfénaði og aðkomumönnum. Hjalti vann ljósmyndasamkeppni sem haldin var á vegum Flikr@Iceland, Höfuðborgarstofu og …
Sviðaveisla flutt að Laugum.
Vegna fjölda pantana á sviðaveislu FSD hefur hún verið flutt úr Dalabúð í íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum í Dölum og koma að sunnan þá eru Laugar í Sælingsdal 20 km frá Búðardal. Keyrt er gegnum Búðardal og beygt til vinstri eftir að komið er framhjá vegi 590 Klofningsvegi, rétt áður en farið …
Kaffi – Kind
Í tilefni haustfagnaðar FSD verður opið á sýningu á munum tengdum sauðkindinni hjá Kaffi-Kind á Hrútsstöðum laugardaginn 22. október kl. 12-19. Á sýningunni eru fjölmargir sauðfjártengdir munir í eigu þeirra Boggu á Sauðhúsum og Bergþóru á Hrútsstöðum. Hrútsstaðir eru við rétt við þjóðveginn 5 km sunnan við Búðardal. Aðgangseyrir og kaffi er 300 kr. fyrir 16 ára og eldri (ekki …
Arsenalklúbburinn
Stjórnarmenn úr Arsenalklúbbnum á Íslandi verða í Búðardal helgina 22.-23. október að kynna félagið. Á dagskrá er að hitta Arsenalaðdáendur í Dölum á Gistiheimilinu Bjargi sunnudaginn 23. október kl. 12 og horfa á leikinn Arsenal-Stoke, sem hefst kl. 12:30. Arsenalaðdáendur eru hvattir til að mæta, kynna sér félagið og horfa saman á leikinn. Arsenaltengdur varningur verður með til að gefa …
Sveitarstjórnarfundur
78. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 18. október 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð 95. fundar byggðarráðs frá 11.10.2011. • Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. • Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2011. • Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. 3. Fundargerð félagsmálanefndar frá 4.10.2011. 4. Fundargerð fræðslunefndar frá 6.10.2011. Fundargerðir til kynningar5. Fundargerð 77. …