Þorrablót Stjörnunnar

DalabyggðFréttir

Þorrablót Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ, laugardaginn 2. febrúar. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30.
Hefðbundin dagskrá, þorramatur, skemmtidagskrá þorrablótsnefndar og dansleikur með hljómsveitinni Dísel.
Miðaverð er 5.000 kr og þurfa miðapantanir að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 30. janúar til Bjargeyjar á Skerðingsstöðum (sími 434 1676 / 867 0892) eða Fjólu á Tindum (sími 434 7747 / 894 0647).
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei