Laxdælunámskeið

DalabyggðFréttir

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólasveit mun í samvinnu við Sögufélag Dalamanna, Víkingafélag Dalamanna og fleiri standa fyrir námskeiði um Laxdælu í byrjun mars.
Áætlað er að námskeiðið verði dagana 1. mars og 9. mars kl. 13-18 í Rauða kross húsinu eða Dalabúð, fer eftir fjölda þátttakenda.

Kennari verður Bjarki Bjarnason, sem hefur haldið slík námskeið við miklar vinsældir.
Verð fyrir 10 tíma námskeið er 6-8.000 kr, fer eftir fjölda þátttakenda, námsgögn innifalin.
Þátttaka tilkynnist í síma 434 1124 (Þrúður) fyrir 10. febrúar. Til þess að af námskeiðinu verði, þarf a.m.k. 20 þátttakendur.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei