Félag eldri borgara

DalabyggðFréttir

Á fimmtudögum koma saman félagar í Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólasveit. Annað hvort í Rauða kross húsinu í Búðardal eða félagsheimilinu Vogalandi í Króksfjarðarnesi. Dagskrá hefst alltaf kl. 13:30 og stendur til kl. 16:00. Heitt kaffi á könnunni og með því (300 kr). Allir eldri borgarar (60 ára og eldri) eru velkomnir. Fjölbreytt dagskrá er og á morgun …

Félagsþjónustan

DalabyggðFréttir

Vegna veðurs verður viðveru félagsþjónustunnar frestað um eina viku. Félagsþjónustan verður því næst við þriðudaginn 22. mars, kl. 13-16. Síminn Hjördísi og Halldóri í Borgarnesi er 433 7100.

Jörfagleði 2011 – þátttaka

DalabyggðFréttir

Jörfagleði verður haldin hátíðleg dagana 15. – 20. apríl nk.Undirbúningur stendur yfir og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Skipulag er í höndum menningar- og ferðamálanefndar og eru nefndarmenn sífellt á höttunum eftir skemmtilegum atburðum fyrir hátíðina. Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í hátíðinni með einum eða öðrum hætti eru vinsamlegast beðnir um að …

Fatamarkaður

DalabyggðFréttir

Áður auglýstum fatamarkaði sem átti að vera í Dalabúð í dag fellur niður vegna veðurs.

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

71. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 15. mars 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. febrúar 2011. Fundargerðir til staðfestingar 3. Fundargerð byggðarráðs frá 8. mars 2011. 4. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 31. janúar 2011. 5. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 2. febrúar 2011. 6. Fundargerð menningar- …

Aðalfundur FSD

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verður haldinn í Leifsbúð, mánudaginn 14. mars 2011 og hefst hann kl. 20:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi. Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins Kosningar Ályktanir á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda Skotlandsferð Gestur fundarins verður Árni Bragason, starfsmaður Búnaðarsamtaka Vesturlands. Mun hann kynna áhrif verðþrepaskiptingar á afkomu sauðfjárbúa.

Ráðstefna um minkaveiðiátak og framtíð minkaveiða

DalabyggðFréttir

Umsjónarnefnd með minkaveiðiátaki boðar til ráðstefnu um árangur átaksins, rannsóknir og framtíðarsýn um fyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, 14. mars 2011, kl. 13-16. Markmið minkaveiðiátaksins 2007-2010 var staðbundin útrýming minks í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Veiðiálag var aukið og samhliða var unnið að rannsóknum til þess að meta …

Ólafsdalsfélagið

DalabyggðFréttir

Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu- og minjastaða við Breiðafjörð. Þar hóf fyrsti bændaskóli landsins starfsemi í júní árið 1880 og var starfræktur til ársins 1907 undir stjórn frumkvöðulsins og hugsjónamannsins Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar Zakaríasdóttur. Í Ólafsdal var mikið brautryðjendastarf unnið, ekki síst á verklega sviðinu. Merkar jarðræktarminjar í Ólafsdal frá tímum Ólafsdalsskólans eru enn að mestu óraskaðar …

Forðabúr fjörunnar

DalabyggðFréttir

Málþing um matþörunga á vegum Matís, Hafrannsóknastofnunar og Náttúrustofu Vesturlands verður á Hótel Stykkishólmur, laugardaginn 26. febrúar 2011, kl. 13-16. Markmið málþingsins er að vekja áhuga og fá fram hugmyndir að aðgerðum/verkefnum sem stuðla að framþróun í nýtingu á matþörungum hér við land. Málþingið er opið öllum, hvort sem um er að ræða fyrirtæki sem eru í vinnslu á matþörungum …

Söngdagar að Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 25. febrúar og laugardaginn 26. febrúar verða haldnir söngdagar að Laugum í Sælingsdal. Áætlað er að byrja kl. 18 stundvíslega og syngja til kl. 22 á föstudeginum. Á laugardeginum hefjast söngæfingar kl. 10 og sungið verður til kl. 18. Markmiðið með sönghelginni er að sameinast í söng og hafa gaman saman. Ráðgert er að sönghópurinn komi svo fram á …