Hjúkrunarforstjóri

DalabyggðFréttir

Starf hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í hjúkrunarfræði, nám og/eða reynsla í stjórnun er kostur. Ráðið verður í starfið frá 1. október 2011. Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 430 4700 Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á …

Hamingjudagar á Hólmavík

DalabyggðFréttir

Árlegir hamingjudagar á Hólmavík eru næstu vikuna með margskonar viðburðum. Á dagskrá eru námsskeið, smiðjur, lístsýningar, tónleikar, hópplank, barþraut, einleikur, kvöldvaka, furðuleikar og margt, margt fleira. Rétt er að taka fram að vegalengdin fyrir Dalamenn til Hólmavíkur er sú sama og fyrir Hólmvíkinga í Dalina. Dagskrá hamingjudaga

Bátadagar á Breiðafirði 2.-3. júlí 2011

DalabyggðFréttir

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB), sem undanfarin 3 ár hefur gengist fyrir siglingu súðbyrtra trébáta um Breiðafjörð, gengst nú fyrir slíkri bátahátíð dagana 2.-3. júlí. FÁBB hefur súðbyrðinginn í öndvegi, og vinnur að verndun hans og kynningu. Einnig stendur félagið að sýningunni „Bátavernd og hlunnindanytjar“ sem opnuð var á Reykhólum 1. júní í samvinnu við Reykhólahrepp og Æðarvé, félag …

Dagur sauðfjárræktarinnar

DalabyggðFréttir

Fyrir þá fáu sauðfjárbændur í Dölum sem ekki eru í Skotlandi skal bent á að föstudaginn 24. júní standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands fyrir Degi sauðfjárræktarinnar á Hvanneyri kl. 10-17. Dagur sauðfjárræktarinnar er haldinn í tengslum við fjölþjóðlegt tveggja ára verkefni um fræðslu fyrir sauðfjárbændur í fimm Evrópulöndum. Verkefninu er ætlað að stuðla að betri nýtingu á tækifærum sem …

17. júní í Búðardal

DalabyggðFréttir

Í myndasafnið eru nú komnar myndir frá Tona teknar við 17. júní hátíðarhöld í Búðardal.

Afmælisveisla og nafnasamkeppni

DalabyggðFréttir

Í tilefni af afmæli Eddu-hótelanna laugardaginn 18. júní verður boðið upp á sérstakan afmælismatseðil á Laugum í Sælingsdal. Starfsfólk Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal hefur nú veitt gamla samkomusalnum í Laugaskóla verðskuldaða andlitslyftingu. Komið hefur verið upp verönd í garðinum þar sem þægilegt er að sitja á góðviðrisdögum og njóta veitinga. Af þessu tilefni er efnt til hugmyndasamkeppni um …

Dagur hinna villtu blóma og frændaleikar.

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 19. júní verður mikið um að vera í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Fyrst verða frændaleikar kl. 13 og síðan haldið upp á dag hinna villtu blóma kl. 16. Frændaleikar Í tilefni ættarmóts Alexanders Loftssonar og Jófríðar Jónsdóttur í Frakkanesi verða haldnir frændaleikar í Ytri-Fagradal. Meðal afkomenda Alexanders og Jófríðar eru nokkrir stæðilegir karlmenn (og kvenmenn) sem ætla að bera saman …

Assa opnar 17. júní

DalabyggðFréttir

Þar má finna fjölbreytt handverk, nytjahluti margskonar, prjónahorn, leiksvæði fyrir börnin og kaffi á könnunni. Opið verður allar helgar í sumar kl. 13-18 og á virkum dögum í júlí kl. 13-18.

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

75. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 16. júní 2011 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 19. maí 2011. Fundargerðir til staðfestingar 3. Fundargerð byggðarráðs frá 14. júní 2011. 4. 18. fundargerð félagsmálanefndar frá 5. apríl 2011. 5. 19. fundargerð félagsmálanefndar frá 7. júní 2011. Fundargerðir til kynningar 6. Fundargerð …

Álftarungar á Svínadal

DalabyggðFréttir

Við þjóðveginn á Svínadal eru komnir fjórir litlir hnoðrar til að láta dáðst að sér. Í lok apríl voru álftirnar byrjaðar að liggja á og hefur veðráttan hefur verið nokkuð stöðug þann tíma, kalt. En þrátt fyrir kuldann komust upp fjórir ungar. Þeir sem eiga leið um Svínadalinn eru hvattir til að nota tækifærið og líta þessa litlu hnoðra augum. …