Glímufélag Dalamanna

DalabyggðFréttir

Jóhann Pálmason glímuþjálfari Glímufélags Dalamanna fór með 12 krakka á grunnskólamót og Íslandsglímuna sem var á Reyðarfirði laugardaginn 2. apríl. Dalamenn náðu góðum árangri á mótinu eins og sjá má hér á eftir. Grunnskólamótið Guðbjartur Rúnar Magnússon og Sunna Björk Karlsdóttir náðu bæði meistaratitlum í sínum flokki, þ.e. þau eru hvort um sig grunnskólameistarar í 9. bekk. Kristinn Helgi Bogason …

Spurningakeppni í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Fyrri hluti spurningakeppni sem halda átti þriðjudaginn 5. apríl fellur niður og munu öll skráð lið keppa á Jörfagleði sunnudagskvöldið 17. apríl. Spurningakeppni 17. apríl verður nánar auglýst síðar. Einar og Svala

Strandamenn á ferð

DalabyggðFréttir

Sauðfjárbændur í Strandasýslu eru nú á ferð um vestanverða Dali að skoða sauðfjárbú. Ferðin hefur þó ekki gengið áfallalaust. Hrútfirðingar urðu olíulausir í Laxárdalnum og skemmtu Norðanmenn sér vel yfir því. En þeim var ekki eins skemmt þegar rútan þeirra bilaði í Saurbænum og urðu þeir að senda eftir „nýrri“ frá Hólmavík. Þeir munu keyra fyrir Strandir og koma við …

Vorboðarnir

DalabyggðFréttir

Frétt hér á vef Dalabyggðar í gær um svartan svan á ferð um Hvammsfjörð flokkast víst yfir aprílgabb. En verður að teljast frekar saklaust miðað við prestinn á Skarðsströndinni sem lét vinnumann sinn skreppa til Reykjavíkur til að eiga orð við biskupinn. Einn af fyrstu vorboðunum er þegar fer að heyrast í álftunum. En í morgun brá einum Hörðdælinginum við …

Húmorsþing Þjóðfræðistofu

DalabyggðFréttir

Um helgina verður haldið þriðja Húmorsþing Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Þingið er bæði vetrarhátíð og málþing um húmor sem fræðilegt viðfangsefni. Munu fræðimenn fjalla þar um húmor útfrá ýmsum forsendum. Meðal fyrirlesara og listamanna verða Íris Ellenberger, Ása Ketilsdóttir, Kristinn Schram, Þorsteinn Guðmundsson, Jón Jónsson, Kolbeinn Proppé, Kristín Einarsdóttir og Uppstöðufélagið. Auk fræðilegrar dagskrár verður meðal annars barþraut um íslenska kímni, …

Kjörskrá

DalabyggðFréttir

Kjörskrá Dalabyggðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma skrifstofunnar frá 30. mars fram að kjördegi. Skrifstofa Dalabyggðar, Miðbraut 11 er opin alla virka daga, kl. 10-14. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá, er bent á að senda þær sveitarstjóra Dalabyggðar. Sveitarstjórn Dalabyggðar

Námskeið í leðursaum

DalabyggðFréttir

Fyrirhugað er námskeið í leðursaum í Auðarskóla föstudaginn 1. apríl kl. 19–22 og laugardaginn 2. apríl kl. 10–16. Námskeiðið kostar 15.000. Efni er ekki innifalið, en efni og áhöld verða á staðnum. Leiðbeinandi verður Margrét Eggertsdóttir. Áhugasamir láti vita um þátttöku fyrir þriðjudaginn 29. mars í síma 822 9549 (Anna Lísa) og 861 9848 (Linda).

Námskeið um sjúkdóma á sauðburði og burðarhjálp

DalabyggðFréttir

Félögum sauðfjárbænda á Snæfellsnesi, í Borgarfirði og Dölum er boðið upp á stutt námskeið í tilefni þess að Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir nú tveggja ára fjölþjóðlegt verkefni um sauðfjárrækt í víðu samhengi. Námskeiðið verður haldið í Leifsbúð í Búðardal 4. og 11. apríl, kl. 20-22. Að námskeiðinu stendur LbhÍ í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands og héraðsdýralækni. Skráningar þurfa helst að berast …

Ársþing UDN

DalabyggðFréttir

Nítugasta ársþing UDN (Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga) var haldið 21. mars á Reykhólum. Aðildarfélög UDN eru ungmennafélögin Afturelding, Dögun, Stjarnan, Ólafur Pái, og Æskan, Glímufélag Dalamanna, Golfklúbburinn í Dölum, auk hestamannafélaganna Glaðs og Kinnskærs. Sérstakir gestir þingsins voru Helga G. Guðjónsdóttir formaður Ungmennafélags Íslands og Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri þess. Finnbogi Harðarson á Sauðafelli var endurkjörinn formaður UDN. Aðrir í aðalstjórn …

Auðarskóli – Árshátíð

DalabyggðFréttir

Árshátíð grunnskóladeildar Auðarskóla í Búðardal verður fimmtudaginn 31. mars í Dalabúð, kl. 18. Gert er ráð fyrir því að allir nemendur grunnskóladeildarinnar komi til með að taka þátt með einum eða öðrum hætti og er undirbúningur á fullu. Þannig að nú er bara fyrir alla foreldra, systkini, ömmur, afa, frændur og frænkur að mæta á árshátíðina og skemmta sér. Miðaverð …