Rússneskt hekl

DalabyggðFréttir

Prjónakvöld er á Silfurtúni miðvikudagskvöldið 8. desember, kl. 20-22. Áslaug á Hömrum ætlar að sýna rússneskt hekl. Allir velkomnir.

Jörfagleði 2011

DalabyggðFréttir

Jörfagleði 2011 verður dagana 15.–20. apríl og því tímabært að huga að þátttöku. Undirbúningur er hafinn og er það menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar sem heldur utan um hátíðina. Nú er bara að leggjast undir feld og koma fram með góðar hugmyndir að skemmtilegum viðburðum. Þeim sem hafa hug á að taka þátt er bent á að hafa samband við formann …

Jólamarkaður og kveikt á jólatréinu

DalabyggðFréttir

Jólamarkaður verður í efri sal Auðarskóla mánudaginn 6. desember kl. 16-19 og kveikt verður á jólatréinu við Dalabúð kl. 18. Öllum er velkomið að vera með sölubás á jólamarkaðinum. Þeim sem áhuga hafa á að vera með vörur í sölu á markaðinum er bent á að hafa samband við Írisi (699 6171) eða Steinu Matt (865 3359). Kveikt verður á …

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

67. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 7. desember 2010 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 19. október 2010.3. Fundargerð sveitarstjórnar frá 26. nóvember 2010.4. Fundargerð byggðarráðs frá 24. nóvember 2010.5. Fundargerð byggðarráðs frá 2. desember 2010.6. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 18. og 19. október 2010 ásamt stofnskrá Byggðasafns Dalamanna.7. …

Piparkökubakstur

DalabyggðFréttir

Á myndasíðuna eru nú komnar myndir frá piparkökubakstri Foreldrafélags Auðarskóla. Myndirnar tók Ásdís Melsteð. Slóðin er http://www.dalir.is/myndir/piparkokubakstur/

Fundur um æskulýðsmál

DalabyggðFréttir

Á aðalfundi ungmennafélagsins Æskunnar í ágúst síðastliðin var samþykkt að boða til almenns fundar um samstarf æskulýðsfélaganna í Dalabyggð og stefnt skuli að fundi í nóvember 2010. Þar sem börn á grunnskólaaldri í sveitarfélaginu eru innan við 100 sem þýðir innan við 10 börn í árgangi að meðaltali er mjög mikilvægt að þau upplifi sig sem eina heild og framboð …

Örsýning í Stjórnsýsluhúsinu

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna er með sýningu á jólakortum, jólatré og fleiru tengdu jólunum á 2. hæð stjórnsýsluhússins á aðventunni. Á Byggðasafni Dalamanna er lítið af munum tengdum jólahaldi. Dalamenn eru því hvattir til að líta í kringum sig í jólastússinu og athuga hvort þeir lumi ekki á einhverju sem eigi heima á safninu. T.d. jólakort, jólapappír, jólaskraut, jólaföt eða annað skemmtilegt. …

Kosning til stjórnlagaþings

DalabyggðFréttir

Kosning til stjórnlagaþings í Dalabyggð fer fram í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og stendur til 20:00. Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki. Á kjörskrá eru allir þeir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 6. nóvember 2010, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. …

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

66. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn föstudaginn 26. nóvember 2010 og hefst kl. 15:30 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010. Dalabyggð 22. nóvember 2010 ___________________________Sveinn PálssonSveitarstjóri Dalabyggðar

Kjörskrá Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vegna kosninga til stjórnlagaþings laugardaginn 27. nóvember 2010, liggur kjörskrá Dalabyggðar frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá 17. nóvember 2010 til kjördags. Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 10 -15. Sveitarstjóri Dalabyggðar