Atvinna – Hlutastarf

DalabyggðFréttir

Vantar þig hlutavinnu? Ert þú flink/ur í höndunum? Hefur ánægju að vera með eldri borgurum? Ef svo er þá höfum við vinnuna. Það vantar aðstoðarmann/konu í handavinnuna í Silfurtúni sem er bæði fyrir heimilisfólk og aðra eldri borgara Dalabyggðar. Hafir þú áhuga þá hafðu samband við Ingibjörgu eða Aldísi í síma 434 1218.

Framundan hjá Æskunni

DalabyggðFréttir

Göngudagur Æskunnar og töðugjaldagrill verður 28. ágúst. Þá eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Grafarlaug. Göngudagur Æskunnar 2010 Laugardaginn 28. ágúst mun ungmennafélagið Æskan halda sinn árlega göngudag. Gengið verður fá Kolsstöðum í Miðdölum fram Geldingadal að Kvennabrekkuseli. Göngustjórar verða Guðmundur á Kvennabrekku og Finnur á Háafelli. Lagt verður af stað frá gamla húsinu á Kolsstöðum kl. 13 og áætlaður göngutími er …

Landsbyggðin lifi

DalabyggðFréttir

Samtökin Landsbyggðin lifi og nokkrir íbúar á svæðinu standa fyrir málþingi laugardaginn 21. ágúst kl. 15 í Leifsbúð, Búðardal fyrir íbúa Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar og nágrennis. Ragnar Stefánsson varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi mun kynna samtökin og svara fyrirspurnum. Heimamenn munu þá kynna stöðu atvinnumála á svæðinu og opna umræðu um tækifæri og hættur (í kjölfar kreppu). Matthías Lýðsson á Húsavík …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

63. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 24. ágúst 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns byggðarráðs.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. júní og 28. júlí 2010.3. Fundargerð byggðarráðs frá 15. júní, 12. júlí og 17. ágúst 2010.4. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21. júní 2010.5. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. júlí 2010.6. Findargerð …

Dalabríarí að Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Tónleikar með Ljótu hálfvitunum og matur úr héraði verður sunnudaginn 22. ágúst á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal, kl. 20:30. Sunnudagskvöldið 22. ágúst nk. ætla gestgjafarnir á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal að bjóða til skemmtunar í íþróttahúsinu með blöndu af tónlist og mat. Þar munu leiða saman hesta sína matgæðingurinn Friðrik V., kokkur hótelsins Snorri V. og hljómsveitin …

Íslandsmeistaramót í hrútadómum og Þuklaraball

DalabyggðFréttir

Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 14. ágúst kl. 14:00 og gott tækifæri fyrir alla Dalamenn að kíkja yfir heiðina og sletta aðeins úr klaufunum! Þá verður haldið í áttunda sinn Íslandsmeistaramót í hrútadómum – venjulega kallað hrútaþukl – en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið …

Helgiganga og messa á Dagverðarnesi

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 15. ágúst kl. 14 verður messað í Dagverðarnesskirkju. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir þjónar fyrir altari og sr. Gunnþór Þ. Ingason prestur á sviði þjóðmenningar predikar. Halldór Þórðarson leikur á harmonikku, Sigrún Halldórsdóttir á klarinett og Ríkarður Jóhannsson á saxófón. Fyrir messu,kl. 12:30, verður gengið í helgigöngu í nágrenni kirkjunnar með keltneskan sólarkross. Prestarnir leiða helgistundir við Altarishorn og Kirkjuhóla. …

Auga ferðalangsins

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 7. ágúst kl 15:00-17:00 verða fyrirlestrar í Ólafsdal við Gilsfjörð í tengslum við sýninguna Dalir og Hólar 2010 – ferðateikningar. Þar munu Ólafur Gíslason listfræðingur og Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur fjalla um ferðalagið. Umræður að loknum erindum. Ólafur Gíslason kallar erindi sitt Auga ferðalangsins – Frá Eggert og Bjarna til Einars Garibaldi. Þar fjallar Ólafur m.a. um ferðalög til …

Ólafsdalshátíð á sunnudag

DalabyggðFréttir

Dagskráin er vegleg, m.a mun leikhópurinn Lotta sýna hið vinsæla barnaleikrit um Hans klaufa, Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður skemmta, fræðandi göngu- og söguferðir, ýmsar afurðir úr Dalabyggð og Reykhólasveit ásamt afurðum úr matjurtagarðinum í Ólafsdal. Síðan eru tvær áhugaverðar sýningar í Ólafsdalshúsinu. Dagskrá Ólafsdalshátíðar 11:00 Undanfari hátíðar. Gönguferð frá Ólafsdalshúsinu og inn í Hvarfsdal og Draugaskot undir …