Fálkaorða Halldórs

DalabyggðFréttir

Forseti Íslands sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.Þar á meðal var Halldór Þorgils Þórðarson frá Breiðabólsstað fyrir störf í þágu tónlistar og tónlistarmenntunar í Dölum.
Halldór er afar vel að þessari veitingu kominn, enda hefur hann átt stóran þátt í tónlistarlífi Dalamanna síðastliðna áratugi. Hann hefur verið tónlistarkennari, skólastjóri, organisti, kórstjóri, harmonikkuleikari og á allan hátt drifkraftur í tónlistarlífi okkar Dalamanna.
Bestu hamingjuóskir til Halldórs með viðurkenninguna, ásamt þakklæti fyrir ómetanlegt framlag til tónlistar í Dölum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei