Landsbyggðin lifi

DalabyggðFréttir

Samtökin Landsbyggðin lifi og nokkrir íbúar á svæðinu standa fyrir málþingi laugardaginn 21. ágúst kl. 15 í Leifsbúð, Búðardal fyrir íbúa Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar og nágrennis.
Ragnar Stefánsson varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi mun kynna samtökin og svara fyrirspurnum.
Heimamenn munu þá kynna stöðu atvinnumála á svæðinu og opna umræðu um tækifæri og hættur (í kjölfar kreppu). Matthías Lýðsson á Húsavík og Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum kynna sín störf og Halla Steinólfsdóttir segir frá stöðu mála í Dalabyggð.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei