Messur um jól og áramót

DalabyggðFréttir

Messur og helgistundir verða í öllum þremur prestaköllunum í Dalabyggð yfir hátíðirnar. Á aðfangadag jóla verður helgistund á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda kl. 14 og aftansöngur í Hjarðarholtskirkju kl. 18. Á jóladag verður helgistund í Silfurtúni kl. 15 og kertaguðþjónusta í Kvennabrekkukirkju kl. 20:30. Á annan dag jóla verður messað í Breiðabólsstaðarkirkju og Stóra-Vatnshornskirkju kl. 14. Í Staðarhólskirkju kl. 15 og í …

Tómstundabæklingur vor 2011

DalabyggðFréttir

Nú er komið að því að vinna “Tómstundabækling” fyrir vor 2011 í Dalabyggð. Þeir sem vilja auglýsa námskeið og/eða atburð hafi samband við Svölu á netfangið: budardalur@simnet.is eða í síma: 861-4466. Það er óskað eindregið eftir því að allir sem verða með námskeið eða atburði sendi inn svo að framboðið sé á einum stað. Skilafrestur er til þriðjudagsins 28. desember. …

Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hundaeigendur eru beðnir um að láta ormahreinsa hunda sína hið fyrsta hafi það ekki verið gert þetta árið og skila vottorði til skrifstofu sveitarfélagsins eða biðja dýralækni um að koma vottorði þangað. Samkvæmt samþykkt um hundahald í Dalabyggð  er hundaeigendum í Búðardal skylt að skrá hund sinn á skrifstofu sveitarfélagsins. Eiganda er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu og með öllu er …

Réttin – Ægisbraut 2

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur ákveðið að auglýsa iðnaðarhúsið að Ægisbraut 2 „Réttina“ til leigu. Réttin er óeinangrað iðnaðarhúsnæði, 752 m2 að stærð. Mögulegt getur verið að leigja allt húsnæðið eða hluta þess. Áhugasamir eru beðnir um að senda skriflegt erindi til sveitarstjóra fyrir komandi áramót og lýsa þar hugmyndum sínum um notkun og leiguverð. Þeim sem á fyrri stigum hafa sýnt áhuga …

Listasýning á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Listasýning verður á Fellsenda fimmtudaginn 16. desember, klukkan 15-17. Frá því í október á þessu ári hafa nemendur frá Fellsenda stundað nám í listasmiðjunni. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ólöf S. Davíðsdóttir listakona í Gallerý Brák í Borgarnesi. Sýning á verkum nemenda verður á Fellsenda, fimmtudaginn 16. desember kl. 15–17. Léttar veitingar –kaffi/kakó og smákökur- í boði og Nikkólína mun leika …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

68. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 16. desember 2010 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 7. desember 2010.3. Fundargerð byggðarráðs frá 13. desember 2010.4. Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 11. nóvember 2010.5. Skipun aðal- og varamanns í almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala.6. Bréf Sýslumannsins í Búðardal dags. 15. mars 2010.7. Íbúaþing 15. janúar …

Jólatrésala í Daníelslundi

DalabyggðFréttir

Slysavarnadeild Þverárþings og Björgunarsveitin Heiðar í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar verða með jólatrésölu í Daníelslundi laugardaginn 18. desember og sunnudaginn 19. desember, kl 11-16. Björgunarsveitarmenn verða á staðnum til aðstoðar fólki við að velja sitt eigið jólatré í skóginum og fella það. Björgunarsveitin sér síðan um að pakka trjánum í net. Dalamenn velkomnir.

Mörg eru ljónsins eyru

DalabyggðFréttir

Sögufélag Dalamanna í samvinnu við Lionsklúbb Búðardals heldur jólafund sinn miðvikudaginn 15. desember kl. 20 í Leifsbúð, Búðardal. Þar mun Þórunn Erlu Valdimarsdóttir kynna bók sína „Mörg eru ljónsins eyru„. Þórunn Erlu Valdimarsdóttir fæddist 25. ágúst 1954 í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá MH árið 1973. Nam listasögu og myndlist við Instituto Allende í Mexíkó 1977-’78. Lauk BA-prófi í sögu …

Myndir af jólatréinu

DalabyggðFréttir

Komnar eru inn myndir frá því þegar kveikt var á jólatréinu 6. desember. Myndirnar tók Björn Anton Einarsson. http://www.dalir.is/myndir/jolatreid-2010/