Árshátíð Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 29. mars verður árshátíð Auðarskóla haldin í Dalabúð og hefst kl. 18.
Því verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund á fimmtudag og fara skólabílar úr Búðardal kl. 14 þann dag.
Yngstu nemendurnir hefja dagskrána og síðan koll af kolli. Kaffiveitingar eru í boði foreldra að lokinni skemmtidagskrá og diskótek til kl. 23 fyrir þá sem vilja. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki um tvær og hálfa klukkustund.

Miðaverð verður það sama og á síðasta ári 600 kr fyrir gesti 6 ára og eldri. Nemendur Auðarskóla borga ekki.

Allir eru velkomnir, mömmur, pabbar, systur, bræður, ömmur, afar, frænkur, frændur, sveitungar og nágrannar.

Auðarskóli

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei