Karlakórinn Heimir

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Heimir úr Skagafirði verður með tónleika í Árbliki laugardaginn 24. mars, kl. 20:30.
Á dagskrá kórsins er m.a. útsetning Páls Pampicklers Pálssonar á Sprengisandi Kaldalóns, Dýravísur Jóns Leifs og Ferðasálmur Hallgríms Péturssonar í útsetningu Smára Ólafssonar, Kvöldvísa Hallgríms Péturssonar í karlakórsútsetningu Tryggva Baldvinssonar og margt fleira.
Aðgangseyrir er 3.000 kr.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kórsins.

Karlakórinn Heimir

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei