Dagskrá sveitarstjórnarfundar þann 21. apríl nk.

DalabyggðFréttir

43. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 21. apríl. 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 24. mars 2009. 3. Fundargerðir byggðarráðs frá 7. apríl og 16. apríl 2009. 4. Fundargerð fræðslunefndar frá 7. apríl 2009.5. Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 4. mars 2009. 6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. mars …

Hundaeigendur athugið!

DalabyggðFréttir

Hundahreinsun verður 21. apríl n.k. Hin árlega hundahreinsun í Búðardal verður þriðjudaginn 21. apríl, milli kl. 16:00 – 18:00 hjá dýralækninum, Ægisbraut 19. Þeir sem ekki komast á þessum tíma eru beðnir um að hringja í Hjalta dýralækni í síma 434 1122 og panta annan tíma.

Markaðsdagur 25.apríl á Jörvagleði

DalabyggðFréttir

Dalamenn og velunnarar Dalanna nær og fjær: Markaðsdagur verður haldinn á Jörfagleðinni laugardaginn 25. apríl eða á sjálfan kosningadaginn. Markaðurinn verður haldinn í Björgunarsveitarhúsinu milli kl.13 og 18. Þátttakan var frábær á síðustu hátíð og mæltist þessi dagur vel fyrir. Það væri ánægjulegt að sjá alla sem eru að vinna að sölu- og markaðsmálum, smátt sem stórt, kynna og/eða selja …

Orðsending frá Héraðsbókasafni Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Það eru vinsamleg tilmæli frá safnverði að þið lítið í hillur ykkar og á náttborðið og ath. hvort einhverjar bækur merktar Héraðsbókasafni Dalasýslu leynist þar. Safnvörður vill einnig minna á að hægt er að skila bókum í bókakassa í anddyri Stjórnsýsluhússins. Bókasafnið er opið á þriðjudögum frá kl. 15:00 – 19:00. Mikið hefur bæst við af nýjum bókum í safnið …

Atvinna í boði

DalabyggðFréttir

Um er að ræða félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð. Starfshlutfall 60% eða samkvæmt samkomulagi.Vinnutími getur verið sveigjanlegur, laun eru samkvæmt kjarasamningum og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og geta hafið störf hið fyrsta.Allar nánari upplýsingar veitir Gróa Dal í síma 892-2332.

Hefur þú tíma aflögu ?

DalabyggðFréttir

Búðardalsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir. Hlutverk heimsóknavina er að veita félagsskap, rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Undirbúningsnámskeið verður haldið í húsnæði deildarinnar að Vesturbraut 12 miðvikudaginn 15. apríl kl. 17-19. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum. Upplýsingar og skráning er í síma 434-1639 eða 844-5858 eða …

Laus störf á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Hjúkrunarheimilið Fellsendi óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar. Um er að ræða störf við aðhlynningu, ræstingu og í eldhúsi. Heimilið þjónar geðfötluðum einstaklingum. Fellsendi er góður vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi. Starfshlutfall og vaktafyrirkomulag er eftir samkomulagi. Fellsendi er í 120 km fjarlægð frá Reykjavík og í 20 km fjarlægð frá Búðardal. Upplýsingar veitir Anna Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

40. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 24. mars 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 24. febrúar 2009. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 10. mars 2009. 4. Fundargerðir fræðslunefndar frá 10. mars 2009.5. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23. febrúar 2009. 6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 5. mars 2009. …