Nú er komið að því að útbúa “Tómstundabækling” fyrir vorönn 2010 í Dalabyggð. Þeir sem vilja auglýsa í bæklingnum, námskeið og/eða atburð geta sent mér auglýsingu eða haft samband við mig. Ég óska eindregið eftir því að allir sem verða með námskeið eða atburði sendi inn svo að við séum með framboðið á einum stað. SKILAFRESTUR 21. DESEMBER. Bæklingurinn fer …
Dalamaður vinnur alþjóðlega ljósmyndasamkeppni
Bragi J. Ingibergsson, hefur verið valinn stafrænn ljósmyndari ársins (e. Digital Camera Photographer of the Year) í keppni sem breska dagblaðið Telegraph styður. Hann hlaut viðurkenninguna fyrir ljósmynd sem hann tók af tveimur hestum í Hafnarfirði. Sjá nánar hér
Umsóknarfrestur um styrki Menningarráðs er til 18. janúar 2010
Umsóknarferstur til að sækja um styrki til Menningarráðs Vesturlands rennur út mánudaginn 18.janúar. Mikilvægt er fyrir umsækjendur að kynna sér vel umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og áherslur ársins 2010.
Jólatrésala í Daníelslundi
Slysavarnadeild Þverárþings og Björgunarsveitin Heiðar í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar verða með jólatrésölu í Daníelslundi laugardaginn 19.des og sunnudaginn 20.des kl 11-16. Björgunarsveitarmenn verða á staðnum til aðstoðar fólki við að velja sitt eigið jólatré í skóginum og fella það. Björgunarsveitin sér um að pakka trjánum í net.
Jólatónleikar Auðarskóla
Jólatónleikum Auðarskóla sem fyrirhugaðir voru laugardaginn 12. desember 2009 hefur verið aflýst af óviðráðanlegum ástæðum. Skólastjóri
Fjárhagsáætlun lögð fram
Fyrri umræða fjárhagsáætlunar Dalabyggðar var í sveitarstjórn 8. desember sl. Samþykkt var að vísa áætluninni til annarrar umræðu sem stefnt er að fari fram þann 17. desember nk. Helstu niðurstöðurÁætlunin er lögð fram til fyrri umræðu með um 9 m.kr. afgangi þegar aðalsjóður og B-hluta fyrirtæki eru lögð saman í samstæðureikningi. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 38,9 m.kr. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
50. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. desember 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá:1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 19. nóvember 2009. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 26. nóvember og 1. desember 2009. 4. Fundargerð fræðslunefndar frá 25. nóvember 2009. 5. Fundargerð umhverfisnefndar frá 1. desember 2009. 6. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 25. nóvember 2009. …
Myndir frá Fjórðungsglímu Vesturlands
Nú eru komnar, í myndaalbúm vefsins, myndir frá Fjórðungsglímumóti Vesturlands sem haldið var á Laugum í Sælingsdal.
Dansýning nemenda í Auðarskóla
Nú er lokið árlegu dansnámskeiði nemenda í Auðarskóla og var það Jón Pétur sem kenndi þeim líkt og sl. ár. Nemendur voru með sýningu í Dalabúð og var fjöldi áhorfenda mættur til að sjá unga fólkið dansa. Fleiri myndir frá dansinum eru í myndaalbúmi vefsins.
Tendrað á jólatrénu við Dalabúð
Tendrað verður á jólatrénu við Dalabúð mánudaginn 7. desember. kl. 18:00 Vorboðinn býður upp á kakó og piparkökur, jólasveinar koma í heimsókn, söngur og gleði.