Íbúðir fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferð.

DalabyggðFréttir

Krabbameinsfélag Breiðfirðinga Að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík eru íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra af landsbyggðinni meðan á meðferð stendur. Krabbameinsfélag Íslands á þar átta íbúðir með öðrum félagasamtökum, s.s. Rauða krossi Íslands. Landsspítalinn sér um rekstur íbúðanna. Upplýsingar og úthlutun er á geisladeild spítalans í síma 543 6800 (Sigurveig). Krabbameinsfélag Breiðfirðinga greiðir að hluta …

Sögufélag Dalamanna

DalabyggðFréttir

Minnum á aðalfund sögufélags Dalamanna sem haldinn verður í Leifsbúð í kvöld, miðvikudaginn 25.nóv kl. 20:00. Á dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Löng helgi í Blómalindinni

DalabyggðFréttir

Nú verður opið í Blómalindinni fyrstu helgina í aðventu, laugardaginn 28. nóv og sunnudaginn 29. nóv. frá 13-18 báða dagana. Fullt af nýjum vörum.

Auðarskóli, Dölum

DalabyggðFréttir

Stofnun foreldrafélags Þann 25. nóvember verður stofnfundur foreldrafélags Auðarskóla haldinn í grunnskólanum í Búðardal kl. 20.00. Á fundinum verða gömlu foreldrafélögin formlega lögð niður og stofnað eitt nýtt fyrir allan skólann. Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun foreldrastarfsins. Skólastjóri

Folaldasýning í reiðhöllinni í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hrossaræktasamband Dalamanna stendur fyrir folaldasýningu í Reiðhöllinni í Búðardal 28. nóv. kl. 13:00.Öll folöld á svæðinu eru boðin velkomin til sýningar þar sem áhorfendur og dómarar munu velja fallegustu hryssuna og hestfolaldið á svæðinu. Frítt er inn á sýninguna og allir eru velkomnir að kíkja á framtíðargæðinga Dalanna og velja glæsilegustu gripina. Skráningar þurfa að berast fyrir 27.nóv. og er …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

49. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá:1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20. október 2009. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 3. nóvember 2009. 4. Fundargerð fræðslunefndar frá: a) 19. október 2009. b) 28. október 2009. c) 3. nóvember 2009.5. Minnisblað frá lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. október sl., …

Samvinna tónlistarmanns og ljósmyndara

DalabyggðFréttir

Á YouTube má finna afrakstur samvinnu Írisar Bjargar Guðbjartsdóttur tónlistarmanns og Björns Antons Einarssonar ljósmyndara, minnir þetta okkur á að það styttist í jólin. Smellið hér til að skoða myndbandið

Guðrúnarlaug og blygðunarhúsið

DalabyggðFréttir

Strax er farið að bera á vaxandi umferð að Laugum vegna Guðrúnarlaugar og blygðunarhússins sem þar er risið. Guðrúnarlaug er opin fyrir gesti og gangandi og er ekkert því til fyrirstöðu að fólk komi og njóti þessarar nýjustu afurðar Dalamanna í menningartengdri ferðaþjónustu.

Föndurvörur fyrir jólin

DalabyggðFréttir

Eldri borgarar, aðrir Dalamenn og nærsveitungar athugið! Sunnudaginn 15. nóvember kl:1400 – 17:00verður Verslunin Hlín á Hvammstanga í heimsókn á Silfurtúnimeð ýmsar vörur til föndurs fyrir jólin og ekki fyrir jólin. Tilvalið tækifæri fyrir foreldrafélög á svæðinu til að koma og skoða efni til jólaföndurs og verða bæklingar og sýnishorn á staðnum. Trévara, kortagerðarvörur, filttöskur, perlur, útsaumur, og margt margt …