Útskrift úr Grunnnámi skólaliða í Búðardal

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 5. febrúar s.l. útskrifuðust 7 nemendur við hátíðlega athöfn, úr námsleiðinni „Grunnnám skólaliða“ í Búðardal. Þrír nemendanna komu frá leikskólanum Hólabæ á Reykhólum og fjórir voru frá Leikskólanum Vinabæ í Búðardal. Að námskeiðinu komu einir 7 leiðbeinendur. Námskeiðið var samtals 70 kennslustundir og námsþættir voru: Sjálfstyrking, Uppeldi og ummönnun, Agi og reiðistjórnun, Matur og næring, Samskipti, Fötluð börn og …

Handverksfólk athugið

DalabyggðFréttir

– Hekl og vattarsaumur- 17. febrúar ætlum við að hittast í annað sinn og þá verða heklu- og vattarsaumsnálar í sviðsljósinu. Að sjálfsögðu er einnig velkomið að mæta með prjónana. Þegar við hittumst um daginn mættu 20 stelpur á öllum aldri og kvöldið var virkilega vel heppnað. Mætum með heklunálar, vattarsaumsnálar, prjóna eða annað og eigum góða kvöldstund saman. Lærum …

Opið hús á Skriðulandi

DalabyggðFréttir

Konur athugið! Opið hús verður fyrir konur þriðjudaginn 10. febrúar á Skriðulandi. Allar konur hvattar til að mæta og eiga góða stund saman, spjalla og jafnvel taka með sér með handavinnu eða ekki.. Húsið opnar kl. 20:00 Léttar veitingar á vægu verði kr. 500.-

Jörvagleði í vor – Fyrsta áminning

DalabyggðFréttir

Ágætu Dalamenn, nú hefur Jörvagleðinefnd tekið til starfa við undirbúning á Jörvagleði 2009 sem haldin verður dagana 22. – 26. apríl. Ef þú ert með góða hugmynd til að leggja inn í hugmyndabankann okkar fyrir viðburði á Jörvagleði þá sendu hana á ferdamal@dalir.is eða hafðu samband í síma 430 4706. Ákveðið hefur verið að hafa markaðsdag eins og á síðustu …

Leikskólabörnin flytja í nýja skólann.

DalabyggðFréttir

Börnin í Leikskólanum Vinabæ, löbbuðu yfir með dótið sitt í nýjan leikskóla sem nú er loksins tilbúinn. Nemendurnir í Grunnskólanum í Búðardal fylgdu þeim yfir á nýja staðinn. sjá fleiri myndir hér.

Nýr leiksskóli opnar bráðum

DalabyggðFréttir

Nú líður að því að nýr leiksskóli verði tekinn í notkun í Búðardal. Hér eru myndir frá því er börnin komu og skoðuðu nýja skólann í fyrsta sinn. Fleiri myndir hér

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

40. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 27. janúar 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá: 1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 30. desember 2008. 2. Fundargerð byggðarráðs frá 12. janúar 2009. 3. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndarinnar frá 13. nóvember og 5. desember 2008. 4. Fundargerð fjallskilanefndar Saurbæjar frá 1. september 2008. 5. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 10. desember 2008 auk …

Handverksfólk athugið

DalabyggðFréttir

Prjónakvöld Eigum við að hittast, spjalla saman og miðla hugmyndum okkar? Stefnan er að koma saman þrisvar sinnum í vetur, byrjum þriðjudaginn 27. janúar á prjónakvöldi. Opið hús verður í handavinnustofunni í Grunnskólanum í Búðardal frá klukkan 20:00- 22:00. Gríptu með þér prjónana, allar hugmyndir og góða skapið og kíktu á okkur. Eins ef þú átt góða sögu eða bók …

Skýrsla um framtíðarsýn í skólamálum

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 12. janúar sl. var haldinn fjölmennur fundur í Tjarnarlundi þar sem skýrsla um framtíðarsýn í skólamálum í Dalabyggð var kynnt fyrir íbúum og starfsmönnum Dalabyggðar. Skýrslan var fyrr um daginn kynnt fyrir sveitarstjórn og fræðslunefnd. Umræður á fundinum voru frjóar og skemmtilegar og þátttaka í þeim var almenn og uppbyggjandi. Skýrslan hefur nú verið send fræðslunefnd til umsagnar og …