Bókasafn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Bókasafnið verður lokað þriðjudagana 9. mars og 16. mars. Opið þriðjudaginn 2. mars eins og venjulega. Endilega komið og birgið ykkur upp af lesefni. Kveðja, Hugrún bókavörður

Aukafundur í sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Aukafundur í sveitarstjórn Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar. 2010 og hefst kl. 15:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Dalabyggð 23. febrúar 2010. ___________________________Þórður Ingólfsson, oddviti.

Heilsuefling starfsmanna MS

DalabyggðFréttir

Í byrjun febrúar fór á stað heilsuefling starfsmanna Mjólkursamsölunnar samhliða markaðssetningu á nýjum próteindrykk sem hlotið hefur nafnið Hleðsla. Starfsmenn voru hvattir til að taka þátt í heilsuátakinu sem stendur yfir í þrjá mánuði. Undirtektir voru góðar og hátt í fjörutíu átakshópar stunda nú Hleðsluátak á öllum starfsstöðvum MS. Í hverjum hóp eru 5 manns með 1 liðsstjóra sem heldur …

MS Búðardal fremst fyrirtækja í Dalabyggð til að flokka og endurnýta úrgang.

DalabyggðFréttir

Hjá MS Búðardal hefur verið flokkun á bylgjupappa og plasti í mörg ár. Með aðstoð aðila frá Gámaþjónustunni ehf. var stigið en lengra skref í flokkun á úrgangi til endurvinnslu 1. október 2009. Allur úrgangur er flokkaður í 7 flokka til endurvinnslu og er skilað inn til Gámaþjónustunnar til endurnýtingar. Flokkar til endurvinnslu: 1. Bylgjupappi og annar pappi 2. Glært/hreint …

Breyting á snjómokstursdögum

DalabyggðFréttir

Um áramótin breytti Vegagerðin snjómokstursdögum í Dalabyggð. Íbúum er vinsamlegast bent á að kynna sér nýja áætlun en hana má finna hér. Í næsta Dalapósti verður einnig að finna áætlunina.

Breyting á símsvörun heilsugæslulækna

DalabyggðFréttir

Tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands: Frá kl. 8 að morgni 15. febrúar 2010 gildir samræmd símsvörun vakthafandi heilsugæslulækna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Allir íbúar á Vesturlandi, Ströndum og Húnaþingi vestra nota sama númer 112. Númerið er 112 allan sólarhringinn ef þarf að ná sambandi við heilsugæslulækni á vakt. Almennar tímapantanir og önnur símaþjónusta verður með óbreyttum hætti, vinsamlegast hringið í skipitborð.

Eiríksstaðir tilnefndir til Eyrarrósarinnar

DalabyggðFréttir

Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00 og er það í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt. Eiríksstaðir er eitt þriggja verkefna sem tilnefnd eru í ár. Hin tvö eru: Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra og Skjaldborg – heimildarmyndahátíð á Patreksfirði. Með Eyrarrósinni fylgir fjárstyrkur að upphæð 1,5 milljónum króna …

Skrifað undir samning um félagsþjónustu

DalabyggðFréttir

Skrifað var undir samning um félagsþjónustu og þjónustu í barnaverndarmálum við Borgarbyggð fyrir skömmu. Það voru sveitarstjórarnir Grímur Atlason og Páll S. Brynjarson sem handsöluðu hann í Búðardal. Samningurinn tryggir Dalamönnum betri þjónustu en hingað til hefur verið hægt að veita í sveitarfélaginu. Föst viðvera félagsráðgjafa verður 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði. Auk þess verður hægt að leita …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

54. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 12. janúar 2010.3. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20. janúar 2010.4. Fundargerð byggðaráðs frá 20. janúar 2010.5. Fundargerð byggðarráðs frá 28. janúar 2010.6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 26. janúar 2010. 7. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá …

Opinn fundur um sveitarstjórnarmál

DalabyggðFréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskara sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið, í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 3. febrúar kl. 17. Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga …