Nafnasamkeppni

DalabyggðFréttir

Lumar þú á góðu nafni á nýja skólastofnun Dalabyggðar? Hin nýja stofnun tekur til starfa þann 1. ágúst nk. Fræðslunefnd hefur verið falið það hlutverk að fara yfir tillögur og velja þá tillögu sem best þykir. Tillögum ber að skila skriflega til formanns fræðslunefndar, Miðbraut 11, 370 Dalabyggð, eða á netfangið dalir@dalir.is merkt „Nafnasamkeppni“. Frestur til að skila inn tillögum …

Snyrtifræðingur í Búðardal

DalabyggðFréttir

Daganna 12-14 júní n.k. Býð upp á alla almenna snyrtingu ogverð með förðunar og snyrtivörur til sölu. Frensh lökkun fylgir öllum fótsnyrtingum! Ég verð með aðstöðu á Miðbraut 2 (hjá Ibbu og Tóta) Pantanir og frekari upplýsingar í síma 868-9369 Sandra Rut snyrtifræðingur Gleðilegt sumar Dalamenn!

Ársreikningur 2008

DalabyggðFréttir

Fyrri umræða um ársreikning Dalabyggðar og stofnana sveitarfélagsins fór fram í sveitarstjórn þann 4. júní sl. Helstu niðurstöður: ReksturA-hluti samstæðunnar var rekinn með 28,8 m.kr. rekstrarafgangi fyrir fjármagnsgjöld en þau voru 31,5 m.kr. á árinu. Niðurstaðan er því 2,7 m.kr. halli á A-hlutanum. Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2008 af samstæðunni voru 589,8 m.kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir 526 m.kr. …

Styrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir umsóknum vegna styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Dalabyggð. Greinargerð ásamt umsóknum og samþykktum ársreikningum nýliðins árs skulu sendar sveitarstjóra Dalabyggðar fyrir 20. júní nk. Sveitarstjóri

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

45. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 4. júní 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 5. maí 2009. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 19. maí 2009. 4. Fundargerð umhverfisnefndar frá 5. maí 2009. 5. Fundargerð fræðslunefndar frá 4. maí 2009. 6. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2009. 7. …

Húsnæði óskast

DalabyggðFréttir

Poppoli kvikmyndafélag óskar eftir að leigja íbúðarhús í Búðardal með nokkrum herbergjum og stofu/eldhúsi í júlí og fyrri hluta ágúst 2009. Ef húsgögn fylgja er það kostur. Húsnæðið myndi nýtast sem gistiaðstaða fyrir kvikmyndatökulið og leikara vegna kvikmyndar sem tekin verður í Dalabyggð í suma. Myndin verður nýjasta afurð Dalamannsins og leikstjórans Ólafs Jóhannessonar. Mjög góðri umgengni og frágangi lofað. …

Síðustu kennsludagarnir

DalabyggðFréttir

Það var líf og fjör síðustu kennsludagana í Grunnskólanum í Búðardal. Nemendur og starfsfólk fóru m.a í skrúðgöngu um bæinn og brugðu svo á leik á eftir. Fleiri myndir hér

Hreinsunardagurinn gekk vel

DalabyggðFréttir

Skátar á aldrinum 9-15 ára gengu allar götur, móa, fjörur, holt og hæðir í gær. Það safnaðist hellingur af ýmiskonar rusli, allt frá dauðri mús í poka að bíldekki. Hópnum var skipt í nokkra minni hópa og enduðu allir á íþróttavellinum. Þetta eru hörkuduglegir skátar sem við eigum. Takk fyrir það. Skátar hvetja síðan aðra bæjarbúa og sveitunga að gera …

Hreinsunarátak skáta og Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Langar þig ekki til að hjálpa okkur? Okkur vantar fleiri hendur til að hjálpa okkur við að gera Búðardal fínan. Skátar taka höndum saman og ganga um götur, fjörur og móa Búðardals fimmtudaginn 14. maí kl. 15:15-17 Allir velkomnir Mæting kl.15 fyrir utan Dalabúð Skátafélagið Stígandi