Söngæfingar

DalabyggðFréttir

Nú er komið að sönghelgunum sem auglýstar voru í nóvember mánuði s.l. Markmiðið er að æfa upp prógramm í stærri og smærri hópum, æfa raddir og eiga saman skemmtilegar helgar.
Að lokum er svo áætlað að koma fram bæði sem einn stór hópur og í smærri hópum á Jörfagleði hér í Dalabyggð en hún verður haldin 15. – 20. apríl nk.
Helgarnar 25.-27. febrúar og 18. – 19. mars urðu fyrir valinu. Athugið að um breyttar helgar er að ræða frá auglýsingunni í nóvember.
Byrjað verður föstudagskvöldið 25. febrúar klukkan 18:00. Hilmar Örn Agnarsson organisti mun leiða okkur í gegnum sönginn með undirleik sínum, líkt og áður.
Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að koma og vera með okkur, kóra og einstaklinga, að taka þátt. Kostnaði verður haldið í algjöru lágmarki.
Nánari dagskrá verður sett á viðburðadagatal á dalir.is þegar nær dregur.
Til að skrá sig hafið samband við Írisi eða Herdísi.
Hlökkum til að sjá ykkur!
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei