Messur um jól og áramót

DalabyggðFréttir

Messur og helgistundir verða í öllum þremur prestaköllunum í Dalabyggð yfir hátíðirnar.
Á aðfangadag jóla verður helgistund á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda kl. 14 og aftansöngur í Hjarðarholtskirkju kl. 18.
Á jóladag verður helgistund í Silfurtúni kl. 15 og kertaguðþjónusta í Kvennabrekkukirkju kl. 20:30.
Á annan dag jóla verður messað í Breiðabólsstaðarkirkju og Stóra-Vatnshornskirkju kl. 14. Í Staðarhólskirkju kl. 15 og í Skarðskirkju kl. 17.
Á gamlárdag er guðþjónusta í Hvammskirkju kl. 14.
Sóknarprestur í Reykhólaprestakalli er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.
Í Stykkishólmsprestakalli er sóknarprestur sr. Gunnar Eiríkur Hauksson.
Sr. Halldór Reynisson þjónar Dalaprestakalli í desember í leyfi sr. Óskars Inga Óskarssonar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei